Það er gamall siður að reyna hengja öskupoka aftan í náungan. Voru þetta litlir pokar, oft skræpóttir og litríkir með beygðum títuprjón til að næla í bakhluta viðkomandi. Vandinn var að næla þá í viðkomandi þannig að hann yrði ekki var við þetta og best og kátlegast þótti að viðkomandi bæri pokann sem lengst, helst allan daginn.
Fóstra mín sagði mér að maður yrði að ganga yfir þrjá þröskulda svo gagn væri að hrekknum.
Eitt sinn körpuðum við um það að hún gæti aldrei hengt öskupoka aftan í mig. Ég myndi alltaf verjast því.
Leið nú dagurinn og ekkert gerðist. Að áliðnum degi biður fóstra mín mig að fara gefa hænsnum og taka pokaskjatta með, undirburði undir hænsnin. Tek ég nú fötuna með fóðrinu og snara pokanum á bak mér og kjaga á stað. Þungfært var upp að hænsnahúsinu vegna snjóa og hafði gert hundslappadrífu og var ekki gott skyggni.
Uppeftir komst ég og gaf hænsnunum og dreifði öskunni úr pokanum til að þurrt væri hjá pútunum. Hirti ég svo eggin og hélt glaður í bragði til bæjar.
Þegar heim var komið minnti fóstra mín mig á það að ég hafi paufast með öskupoka á bakinu, langa leið til hænsnanna. Þótti mér súrt í broti að hún hafði snúið svona á mig en hún hló langt fram á kvöld.
Líf og fjör á lögreglustöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.2.2010 | 20:12 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 573267
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.