Formaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að að fjármálaráðherra skuli tjá sig í fjölmiðlum um fyrstu viðbrögð Tjallans og Niðurlendinga.
Fyrir mörgum árum kom það í fréttum að þingmaður einn í Bresku lávarðardeildinni hafði hvatt sér hljóðs og sætti það tíðindum, því hann hafði setið mjög lengi í deildinni og aldrei tekið til máls.
Það er alltaf vandmeðfarið hvenær á að tala og hvenær á ekki að tala.
Mér finnst persónulega, fyrst málið er komið úr höndum framkvæmdavaldsins að formi til og til afgreiðslu hjá þjóðinni (þjóðaratkvæðagreiðsla ) að þá ætti fjármálaráðherra að draga sig örlítið til hliðar frá málinu; hann gæti alltaf afsaka sig og sagt að hann sé í afstemmingum og að borga reikninga o.þ h. og sé að velta fyrir sér debet og kredit og framlengingu lána og að rukka.
Það væri svo talsmaður þingsins, sem kæmi fram, ef eitthvað þarf að tala við fjölmiðla og segja sem allra minnst á meðan á viðræðum stendur.
Það á aldrei að láta andstæðinginn vita um okkar bollaleggingar eða þankagang. Það hefði nú ekki þótt pargott ef Tjallinn hefði frétt úr ráðuneytinu í þorskstríðinu, að varðskipin væru komnar með klippurnar á fullaferð að klippa botnvörpurnar aftan úr bresku togurunum.
Þetta er nefnilega spurning hvernig við klippum á þennan skuldahala útrásarvíkinganna og lámörkum skaðann sem þeir hafa valdið.
Þessi talsmaður gæti t.d verið forseti þingsins eða formaður fjárlaganefndar Alþingis
Þetta er nú vegna þessarar nýju tilhögunar að málið er nú hjá þjóðinni og hún þarf að fá að hugsa í friði áður en hún greiðir atkvæði.
Furðar sig á ummælum fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.2.2010 | 00:00 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 24
- Sl. sólarhring: 398
- Sl. viku: 825
- Frá upphafi: 570122
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 735
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samála þetta er búið hjá Steingrími.
Sigurður Haraldsson, 16.2.2010 kl. 00:24
Sæll vertu það er árið 2010, þeir vita allt um okkur við höfum hagað okkur eins og bandíttar s.l. 14.mánuði gagnvart bretum og Hollendingum, en vonandi er sérstakur saksóknari að vinna vel,við hefðum þurft að fá þessar þjóðir strax með okkur til að ná öllum eignum sem hafa verið stolið út úr landinu s.l. 5.ár og setja þær inná höfuðstól þeirra, tímanum hefur verið ílla varið þess vegna er þetta samdráttarskeið núna sem bítur mjög hratt.Fyrirtækjum og almenningi blæðir mjög hratt.
Bernharð Hjaltalín, 16.2.2010 kl. 04:43
Það er ekki bara Steingrímur sem þarf að fara, Ríkisstjórnin þarf að fara frá! Spurning hvort ekki sé að verða kominn tími til að flykkjast á Austurvöll og krefjast þess að hún fari frá strax.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.2.2010 kl. 06:18
Það sem ég var nú að benda á, var að það gæti verið gott að breyta um aðferðir.
Ég sé nú ekki alveg hver á að stjórna ef þessi ríkisstjórn á að fara frá.
Framsókn er með sín pólitísku lík í lestinni. Ekki fá lík bréf frá Rannsóknarnefndinni. ( Fyrndir ráðherrar flokksins )
Og svo var stofnaður VaraSjálfstæðisflokkur í Þjóðmenningarhúsinu um daginn, með fv formann Sjálfstæðisflokksins innanborðs.
Svo það kraumar víða.
Sammála þessu að ná eignunum sem fluttar hafa verið úr landi.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 16.2.2010 kl. 07:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.