Eyrarrós

Eyrarrós ( Chamaenerion latifolium ) er af Eyrarrósarætt.

Upp af jarðstöngli vaxa margir, smádúnhærðir og blaðmargir stönglar. Blöðin eru þykk, blágræn, gistennt og oft dúnhærð. Bikarblöðin eru dökkrauðblá og hin stóru krónublöð ljósrauð. Hýðið er gilt og myglugrátt.

Vex á áreyrum, í árgljúfrum og lausum skriðum. Allvíða um land nema sjaldgæf á NV.( hún er algeng á áreyrum við Blöndu, innsk. Þorsteinn)Blómgast í júlí. 15-40 cm á hæð.

Fræullina má nota til að stoppa með föt, spinna úr henni eða hafa í kveik. Marin blöð voru lögð yfir opin sár, því að hún var samandragandi. Seyðið af henni læknar höfuðverk stillir blóðnasir og blóðgang og þurrkaðar rætur hennar lækna blóðuppgang, að því er sagt er í gömlum ritum.

Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra, bls. 164


mbl.is Bræðslan fékk Eyrarrósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband