Fidel Castro tilkynnti í dag að yfir 1.000 Suður-Amerískir læknar, sem margir hverjir hefðu fengið menntun sína í Kúbu, myndu opna tugi tímabundinna spítala á Haítí.
Kúbumenn hafa lagt áherslu á gott heilbrigðiskerfi, menntun og sjúkrahús.
Myndin hér til hliðar er af nýju sjúkrahúsi í Havana. Myndina tók ég þegar ég var á ferðalagi á Kúbu fyrir nokkrum árum.
Ýmsir ,, auðvaldstittir og kapítalistaskrípi " hafa oft gert sér leik að gera grín að Castró. Hafa sagt að hann hafi drepið marga í byltingunni og óvini sína. Vissulega gengur hann um vopnaður skammbyssu og í alvöru byltingu getur einhver dáið.
Magnús Kjartansson fv. ráðherra og ritstjóri Þjóðviljans segir í bók sinni Byltingin á Kúbu, að eftir að byltingarmenn hafi náð yfirráðum á eyjunni hafi Castró lagt áherslu á það við sína menn að þeir hefndu sín ekki á andstæðingunum en lögð væri áhersla á að þeir væru dregnir fyrir dóm.
Castró er frægur fyrir langar ræður og sumir hafa haldið að að hann hefði bara svo gaman að því að tala. Ástæðan fyrir þessum löngu ræðum fyrir og eftir byltinguna var að þjóðin var ekki læs og þess vegna þurfti að upplýsa hana jafnóðum hvað væri á döfinni og til þess voru ræðurnar.
Nú er þjóðin vel menntuð og hefð er fyrir því að læknar, verkfræðingar og aðrir langskólamenn fari til annarra landa og skapað eyjarskeggjum gjaldeyrir.
Kúba hefur mjög liðið fyrir viðskiptabann sem Bandaríkin og fylgiríki settu á eyjuna þegar Kúbudeilan varð vegna skotpalla Rússa á eyjunni.
Nú erum við Íslendingar um stundir, svolítið í sömu sporum og Kúbverjar, einir og eigum fá vini. Við eigu mikið af því sem Kúbverjar eiga lítið af og það eru skuldir.
Myndin er í boði Fidel Castró og er engin eignaréttarfyrirvari gerður á henni og má hver eiga sem vill.
Castro heitir læknisaðstoð til Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.2.2010 | 21:44 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 672
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 1930
- Frá upphafi: 571236
Annað
- Innlit í dag: 596
- Innlit sl. viku: 1715
- Gestir í dag: 559
- IP-tölur í dag: 546
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.