Bretar og Hollendingar krefjast pólitískra sátta áður en nýjar viðræður við Íslendinga hefjast. Þetta kemur fram í texta fréttarinnar en ekki kemur fram hvort er átt við innanlands eða milli landa.
Það kemur svo í ljós í orðræðu skrafarans ( þular fréttarinnar ) að þeir heimta að sátt sé um málið innanlands, þ.e. á Íslandi. Það er merkilegt að gagnaðili geti heimtað slíkt.
Þetta er að mínu mati vísbending um að Bretar og Hollendingar séu lúnir og þreytti á þessu máli og geri sér grein fyrir að málstaður þeirra sé ef til vill ekki öruggur.
Við bankahrunið má segja að þjóðarskútan hafi strandað. Þegar slíkt gerist reyna menn að bjarga því sem hægt er að bjarga og menn sjá ekki alltaf bestu leiðirnar í land eða til björgunar. Menn kasta ef til vill björgunarhringnum í vitlausa átt og ef til vill kemst björgunarbáturinn ekki strax á flot.
Nú þegar veður hefur lægt og sjór kyrrst er lag fyrir Íslendinga að klára þetta mál í sameiningu.
Viturlegt er að reyna þá leið að draga eignir út úr þrotabúinu svo sem hótel og verslanakeðjur og það góss sem má á matsverði og afhenda það Bretum og Hollendingum sem greiðslur upp ógreiddar skuldir sem almenningur í viðeigandi löndum á óumdeilt vegna sparireikninga sinna.
Slíkt mundi lækka höfuðstól deiluefnisins strax og spara vexti.
En innanlands bíða Íslendingar eftir sinni þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa kröfur Breta og Hollendinga að engu nema sæmilega verði gengið frá þessu máli og að sem mestu að skaðlausu fyrir landsmenn.
Kröfðust pólitískra sátta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.2.2010 | 19:26 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 545
- Sl. sólarhring: 749
- Sl. viku: 1803
- Frá upphafi: 571109
Annað
- Innlit í dag: 492
- Innlit sl. viku: 1611
- Gestir í dag: 469
- IP-tölur í dag: 460
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.