Það er nú mikið og vandasamt verk að fara tjá sig hér um þessi mál. Ég er nú búinn að þvælast í gegnum þessi svör á hundavaði. Þetta eru ítarleg svör og efnismikil og eiga menn þakkir skilið fyrir alla þessa vinnu sem farið hefur í það að draga þennan fróðleik saman.
Ekki er hægt að fara efnislega ofan í saumana á svörunum enda væri það til að æra óstöðugan.
Í staðinn ætla ég að birta svona bundið mál, sem Ámundi Loftsson frá Lautum í Reykjadal fv. formaður Rastar kenndi mér og veit ég ekkert eftir hvern það er, en hef grun um að það sé ættað ofan úr Mývatnssveit. Þetta var á þeim árum sem Ari Teitsson var formaður Bændasamtaka Íslands og það var eitthvað verið að krukka í kvótann.
Gálginn
Snjall er Ari, þrautaráðið rétta sá hann,
að reisa gálga svona háan.
Alveg er nú augljóst mál, hvað er í vændum,
nú á að fara fækka bændum.
Gálginn hái greyptur skal í minni manna,
sem merki Bændasamtakanna.
![]() |
Engin áform um að breyta um landbúnaðarstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.2.2010 | 18:48 (breytt 15.1.2014 kl. 21:25) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 4
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 941
- Frá upphafi: 580761
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 741
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi vísa er frábær og á vel við í þessu sambandi.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.2.2010 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.