Á puttanum

Þegar ég kemst á eftirlaun þá ætla ég að fara út á flugvöll og rétta upp þumalputtann og fljúga til útlanda.

Það er alþjóðleg hefð að puttalangar þurfa ekki að borga. Fólk hlýtur að skilja þetta.

Í sveitinni í gamladaga, beið maður við brúsapallinn og tók mjólkurbílinn í kaupstaðinn, en þá þekkti maður jú líka mjólkurbílsstjórann. Og maður vissi alltaf hvert maður var að fara.

Nú er allt orðið alþjóðlegra og breytt. Auðvita!

Bara verst að þessir farþegalistar eru sennilega opinber gögn og munu allir uppljúkast fyrr en seinna og þá sést hver hefur verið með hverjum.

Púff, maður!


mbl.is Bogi meðal farþega í einkaþotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir farþegar virðast flestir ekki haft hugmynd um hvert þeir stefndu hvað þá með hverjum ólíkt þér með mjólkurbílstjóranum á leið í kaupstaðinn.

ps.Hvernig komstu til baka?

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Birgir, þetta var nefnilega svaka flott kerfi. Mjólkurbílstjórinn átti heima í sveitinni og ók til baka um kvöldið.

En varðandi fréttina á Mbl, er rétt að það komi fram að þetta mundi ekki teljast saknæmt atferli. Bæði er að fyrrverandi saksóknari var hættu störfum og það er ekki bannað að þiggja far með öðrum.

Ég þekki það m.a. frá því þegar ég var á Kúbu þar sem Castró býr að þá er það beinlínis skilda að taka menn upp.

Þannig að ég get svarað þeirri spurningu, sem félagi minn hér á næsta bæ spyr; já ég hef talað við kommúnista og það ku víst ekki vera refsivert.

En öllu gamni fylgir nokkur alvara.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 1.2.2010 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband