Um síðust helgi var Sjálfstæðisflokkurinn með prófkjör vegna borgarstjórnarkosningar í vor. Nú er það Samfylkingin sem er í sviðsljósinu. Færri komast að en vilja í efstu sætin.
Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig lýðræðið virkar á sveitarstjórnarstiginu. Í sveitarstjórnarlögum nr. 45 1998 er kveðið á um fjölda sveitarstjórnarmanna miðað við íbúatölu:
12. gr. Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn.
Í sveitarstjórn skal fjöldi sveitarstjórnarmanna standa á oddatölu og vera innan þeirra marka sem hér greinir:
a. þar sem íbúar eru innan við 200 35 aðalmenn,
b. þar sem íbúar eru 200999 57 aðalmenn,
c. þar sem íbúar eru 1.0009.999 711 aðalmenn,
d. þar sem íbúar eru 10.00049.999 1115 aðalmenn,
e. þar sem íbúar eru 50.000 eða fleiri 1527 aðalmenn.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er ekki skylt að fækka eða fjölga aðalmönnum í sveitarstjórn fyrr en íbúatala sveitarfélags hefur verið hærri eða lægri en viðmiðunarmörkin í átta ár samfellt.
Kveðið skal á um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.
Lýðræðismálin í Reykjavík er ótæk varðandi fámennisstjórn. Alræðisvald er í höndum 8 borgarfulltrúa. Lítil framboð geta ekki mannað undirnefndir.
Í janúar 1908 var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað í 15.- 100 árum seinna eru þeir enn 15 þótt íbúafjöldi hafi fimmfaldast á einni öld og er nú 120. þús. Heimild: Frumvarp til laga mál 15 Þór Saari og fleiri.
Hafnarfjörður hefur 11 sveitarstjórnarmenn en þar eru íbúar nú 26. þús. Húnavatnshreppur er með 7 sveitarstjórnarmenn, þar eru íbúar 425, svo dæmi sé tekið til samanburðar.
Við síðustu Alþingiskosningar voru á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmunum samtals 87514 kjósendur og hlutu Reykvíkingar 22 alþingismenn. Á bak við hvern þingmann voru þá 3978 kjósendur.
Miðað við sama kjósendafjöldi nú við borgarstjórnarkosningarnar og 15 borgarfulltrúa, þá verða 5834 kjósendur á bak við hvern borgarfulltrúa.
Það er óeðlileg að það þurfi fleiri kjósendur til að koma sveitarstjórnarmanni að, en að koma alþingismanni á þing.
Ákvæðið í sveitarstjórnarlögunum um fjölda sveitarstjórnarmanna miðað við íbúatölu er löngu orðið úrelt varðandi Reykjavík.
Heimilt er að fjölga þeim upp í 27 að óbreyttum lögum og er eðlilegt að það sé gert með nýrri samþykkt borgarstjórnar, ef Alþingi ætlar ekki að lagfæra þetta fyrir vorið.
Það er ekki nóg að komast áfram í prófkjörum ef ekkert er óðalið!
Átta atkvæði milli Bjarna og Dofra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.1.2010 | 22:41 | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 322
- Sl. sólarhring: 371
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 573790
Annað
- Innlit í dag: 299
- Innlit sl. viku: 417
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 284
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Borgarstjórn þarf einungis að auglýsa eftir starfskröftum í nefndir. Þeir þurfta ekki að ganga erinda pólitískra hagsmuna. Það er til fullt af fólki sem vill vinna að málefnum RVÍK án pólitískra afskipta.
Þú skalt ekki hafa þessar áhyggur af kjörfylgi flokkana. Þú átt að stýra þínum penna til áttar til lýðræðislegrar þátttöku hæfileikaríks fólks.
Þetta fólk er á skrá hjá atvinnuleysisskrá Reykajvíkurborgar.
Eggert Guðmundsson, 31.1.2010 kl. 00:09
Ég ætla, Eggert minn, að biðja þig að farast ekki út af áhyggjum af mér.
Voru ekki einhver vandræði þegar Framsókn þurfti að manna formannsstól Orkuveitunnar? Það þurfti að fara upp í 14. sætið og gefa undanþágur. Ég man þetta ekki nákvæmlega?
Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.