Í upphafi bankahrunsins voru allar aðstæður óljósar og almenningur og stjórnvöld voru ráðvillt. Það var ekki gott að átta sig á hvað var rétt að gera á hverjum tímapunkti. Þetta voru fordæmalausar aðstæður sem þjóð og stjórnvöld höfðu ekki lent í áður.
Stjórnvöld hafa reynt gera sitt besta en hafa ef til vill ekki alltaf ekki gert nákvæmlega það sem hinn eða þessi hefði viljað. Eigi að síður erum við nú hér enn með mat og drykk.
Þó ýmislegt sé hægt að segja um Jóhönnu og Steingrím, að þá hafa þau talið sig vera gera skildu sína og farið að landsins lögum, en ekki sett menn í fangelsi án dóms og laga eins og kallað hefur verið eftir.
Ég kem ekki auga á aðra stjórnmálamenn sem hefðu getað staðið í brúnni við þessar aðstæður. Það er auðvelt að gera hróp og köll að þeim en; Allt orkar tvímælis þá gert er. Þau hafa sýnt fádæma styrk og dugnað, þó ég hafi ekki alltaf verið sammála þeim.
Rétt er að halda því til haga og gleyma því ekki hverjir hófu leikinn í þessum málum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokur einkavæddu banka til fárra aðila sem stóðu þeim næst á hinu póltískasviði.
Þessir aðilar voru kallaðir útrásarvíkingar og eru sennilega afsprengi gömlu víkinganna sem fóru rænandi og ruplandi og drepandi fólk á öldum fyrr.
Útrásarvíkingarnir gerðu þetta af meiri séntilmennsku og kurteisi og meiddu engan líkamlega en söfnuðu fé inna sparireikninga fólks í Bretlandi og Hollandi og lofuðu góðum vöxtum. Á opinberum vettvangi hefur það komið fram að fjármálastofnanir sem þeir veittu forstöðu skorti lausafé og voru komnar í ákveðna pattstöðu.
Bussnesmenn og burgeisar flugu um í háþrýstiloftsflugvélum og forsetinn fékk að fljóta með og halda ræður og vera í samkvæmum. En samkvæmt íslensku lögum er það ekki bannað að vera í partíum.
Eftirlitsstofnanir svo sem Seðlabanki og Fjármálaeftirlit voru ráðalitlar enda voru bussnensmenn og útrásarvíkingar vinsamlegir í viðmóti.
Það er ekki fyrr en borinn er eldur að Bessastöðum að forsetinn snýst á hæl og yfirgefur partíið og er nú í hlutverki Kára Sölmundarsonar en Kári fylgdi reyknum og komst undan úr Njálsbrennu.
Við skulum muna eftir þessari sögu þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kemur út.
Það er verið að kúga okkur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.1.2010 | 11:11 (breytt kl. 11:35) | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 74
- Sl. sólarhring: 448
- Sl. viku: 875
- Frá upphafi: 570172
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 784
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið óskaplega er Fergusoninn fallegur svona rauður innan um kjarrið og við lækjarbakkann og gamall bær í baksýn. Eins og ég sé aftur polli í sveit hjá afa og ömmu í Víðidalnum í V.-Hún. En að öðru:
Við munum þetta allt Þorsteinn, en aðalatriðið er:
Nú tökum við bara húfuna ofan fyrir ÓRG. Hann hefur gert iðrun og fylkir nú með þjóðinni. Af hverju fylkja flokkarnir ekki með forsetanum og þjóðinni? Hvað veldur?
Við hljótum öll að vera sammála um að við höfnum því að borga óreiðu-skuldir íslenskra einka-vina-væddra fjár-glæpamanna, sem enn fá að valsa óáreittir um allt valdakerfið og stofnanir ríkisins.
Við segjum auðvitað NEI, þingmenn allir hljóta líka að gera það...að lokum. Eða vilja einhverjir þingmenn eingöngu ganga erinda fjár-glæpamanna, en ganga gegn forsetanum og þjóðinni? Þeim verður aldrei stætt á því.
Við segjum öll NEIPétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 18:07
Ég geng oftast berhöfðaður, en það er gaman að velta þessum fléttum fyrir sér.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 18:34
Ég sömuleiðis Þorsteinn. Höfuðföt og hettur rugla mig í ríminu, fer einhvern veginn allur úr jafnvægi með svoleiðis umbúnað. En við skiljum samt hvorn annan, eins og allir sem þekkja til gamla, góða Fergusons:)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 19:19
Já þessi mynd sýnir okkur hvað við eigum gott og fallegt land látum ekki þessa ógnarstjórn spilla því. "Heill forseta vorum og fósturjörð"
Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.