Ákveðið hefur verið að Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hætti í 9 manna nefnda sem kosin var til að fjalla um væntanlega skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Mér fannst Ásbjörn koma vel fyrir í Kastljósi og viðurkenndi möglunarlaust að hafa greitt sér ólöglegan arð úr fyrirtæki sínu Nesveri árið 2006. Og mér sýnist að Ásbjörn sé dugnaðarmaður.
Ég stóð nú í þeirri trú að hæpið væri að greiða arð nema hagnaður væri fyrir hendi á rekstraárinu.
,,Lögvilla, vanþekking á réttarreglum er hugtak, sem einkum kemur fyrir í refsirétti. Yfirleitt stoðar ekki að bera fyrir sig lögvillu í sambandi við réttarbrot, en lögvilla getur verið refsilækkunarástæða." Heimild: Björn Þ. Guðmundsson, Lögbókin þín.
Nú veltir almenningur því fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn hafi einhvern sem geti tekið sæti í nefndinni. Þetta mál er vandmeðfarið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi nefndarseta er ef til vill ekki það fyrsta sem þingmenn flokksins óska sér.
Þess vegna er auðveldast fyrir flokkinn að fara með gömlu þuluna:
,,Ugla sat á kvisti, átti barn og missti, eitt, tvö, þrjú, og það varst þú."
Segir sig úr þingmannanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.1.2010 | 18:41 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.