,,Hvort grætur þú nú Skarphéðinn?"

Úr Brennu-Njáls sögu:

Gunnar Lambason hljóp upp vegginn og sér Skarphéðinn. Hann mælti svo:   ,, Hvort grætur þú nú Skarphéðinn?"

,, Eigi er það, " segir Skarphéðinn, ,, en hitt er satt að súrnar í augum. En hvort er sem mér sýnist, hlærð þú?"

,, Svo er víst," segir Gunnar, ,, og hef ég aldrei fyrr hlegið síðan þú vóst Þráin á Markarfljóti."

Skarphéðinn mælti: ,, Þá er þér hér nú minjagripurinn."

Tók hann þá jaxl úr pússi sínu er hann hafði höggvið úr Þráni og kastaði til Gunnars og kom í augað svo að þegar lá úti á kinninni. Féll Gunnar þá ofan  af þekjunni.

Þá er spurningin þessi varðandi skýrsluna, kemur hún til með að draga tennurnar úr einhverjum í óeiginlegri merkingu?


mbl.is Gráti nær yfir efni skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband