Það er frekar dauft yfir sveitum hjá Sjálfstæðismönnum í þessu prófkjöri . 7200 greiddu atkvæði af 20000 sem eru á kjörskrá eða 36 % félagsmanna. Þetta er áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þátttaka sé ekki meiri en raun ber vitni.
Raunar eru lýðræðismálin hjá okkur sem þjóð mikið áhyggjuefni. Þekkt er misvægi atkvæða til Alþingiskosninga. Þar hafa sumir borgarar helmingi öflugri kosningarrétt en aðrir.
Í janúar 1908 var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað í 15. 100 árum seinna eru þeir enn 15 þótt íbúafjöldi hafi fimmfaldast á einni öld og er nú 120. þús.
Hafnarfjörður hefur 11 sveitarstjórnarmenn en þar eru íbúar nú 26. þús.
Húnavatnshreppur er með 7 sveitarstjórnarmenn þar eru íbúar 425.
Þingmenn Hreyfingarinnar ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni ( B ), hafa flutt frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum, þingmál 15. Þar er er gert ráð fyrir að borgarfulltrúar í Reykjavík ættu að vera við núverandi aðstæður 61. Og er þá horft til Norðurlanda og Evrópu.
Einu kosningarnar sem Íslendingar hafa jafnan atkvæðisrétt eru kosningar til embættis Forseta Íslands og væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla.
Í félagskerfi okkar er víða að finna tilhneigingu til jöfnunar atkvæðisréttar vegna fulltrúakjörs, svo sem í samvinnufélögum, búnaðarfélögum og launþegafélögum þar sem kveðið eru um ákveðin fjölda félagsmann á bak við hvern kjörin fulltrúa til setu á hinum ýmsu aðalfundum og þingum.
Þetta er málefni sem vert er að gaumgæfa.
Það gengur ekki að sveitarstjórnar menn í 120 þús. manna byggð séu 15 á meðan sveitarstjórnarmenn í 425 manna byggð eru 7. Það kallast lýðræðisskekkja.
Júlíus Vífill í öðru sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.1.2010 | 19:47 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 77
- Frá upphafi: 566933
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má líka segja að lítil sveitarfélög séu skekkja á rétti fólks til þjónustu. Ég er fylgjandi sameiningu sveitarfélaga og finnst jafnvel lágmarks íbúafjöldinn 1.000 full lág tala. Gömlu kjördæmin væru góð byrjun þar sem það eru einingar sem starfa mikið saman nú þegar gegnum sambönd sveitarfélaga á svæðunum. Það mundi því vera nokkuð auðvelt að finna sameiginlegar áherslur og kortleggja verefni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.1.2010 kl. 00:46
Hólmfríður, ég er sammála þér í því að gömlu kjördæmin hefðu verið góð byrjun á sveitarfélagssameiningunni. Lítil sveitarfélög eru vanmáttugar einingar.
Stundum er með röngu sagt að við séum elsta lýðræðis þjóð í heimi.
Þjóðveldið var ekki lýðæðiskerfi það var höfðingjaveldi og erfða eða furstaveldi. Við erum í raun óvön að umgangast lýðræðið þó við höfum nokkuð góða vitund um það og viljum það þjóðfélagsform.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.1.2010 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.