Nú standa allir atkvæðisbærir borgarar gráir fyrir járnum með atkvæði sitt tilbúnir til að úrskurða í Icesave-deilunni.
Engu er líkara en við séum komin til Alþingis við Öxará á Þingvöllum.
Ymur aldanna og skóhljóð kotbænda, smákónga og höfðingja, lætur vel í eyrum Íslendinga.
Bitið er mjög í skjaldarrendur og fylkingum lýstur saman með ópum og harki miklu ef ekkert er að gert.
Það er kunnuglegt þema úr sögu okkar að góðgjarnir menn hafi þá gjarnan gengið um til sátta og borið klæði á vopnin.
Nú er það óttinn við fólkið og niðurstöðuna sem hræðir og hver heldur með hverju og hvernig? Fylkingar klofna og leysast upp. Og svo er forsetinn bara ekki heima. Út í löndum að taka við verðlaunum.
ESB og EES-samningurinn er frjáls markaður þar sem fram flæðir vörur og þjónusta, vinnuafla og fjármagn. Það má ekki skekkja samkeppnisstöðuna. Öll inngrip eru bönnuð.
Allt tal um að við viðurkennum alþjóðlegar skuldbindingar í þessu máli er húmbúkk. Hvar eru fordæmin um það?
Við getum ekki sem skattborgarar tekið ábyrgð á úldnu kjöti, ónýtu korni eða frjálsu flæði fjármagns á Evrópumörkuðum, það væri til að æra óstöðugan, það er bara fásinna að halda slíkt.
Þegar bankarnir voru einkavæddir vissu það allir að það var gert til að létta ríkisábyrgð af skattborgurum. Þetta er megin þemað í hugmyndafræði um frjálsan Evrópumarkað.
Ef til málaferla kemur dregst þessi hugmyndafræði ESB inn í málið.
Segja um góðan fund að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.1.2010 | 20:51 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 11
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 566932
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.