Það kemur ekki fram í fréttinni hvaða lagastoð þessi nefndarskipan hefur. Nefndin er sögð skipuð óháðum sérfræðingum. Þetta er svolítið einsleitur hópur. Fjórir nefndarmanna eru frá einni stofnun Háskóla Íslands og einn er lögmaður hdl. Þetta er svolítið vandræðalegt fyrir hina háskólana.
Í lögum um Rannsóknarnefnd Alþingis segir um markmið nefndarinnar:
- 1.
- Varpa sem skýrustu ljósi á aðdraganda og orsakir þess vanda íslenska bankakerfisins sem varð Alþingi tilefni til að setja lög nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.
- 2.
- Afla upplýsinga um starfsemi fjármálafyrirtækja sem geta skýrt vanda þeirra, svo sem um fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið.
- 3.
- Gera úttekt á reglum íslenskra laga um fjármálamarkaðinn og tengda atvinnustarfsemi í samanburði við reglur annarra landa og framkvæmd stjórnvalda á þeim.
- 4.
- Leggja mat á hvernig staðið hafi verið að eftirliti með fjármálastarfsemi hér á landi á síðustu árum og upplýsingagjöf af því tilefni milli stjórnvalda, til ríkisstjórnar og til Alþingis.
- 5.
- Koma með ábendingar og tillögur að breytingum á lögum, reglum, vinnubrögðum og skipulagi opinberrar stjórnsýslu sem miða að því að gera íslenskt fjármálakerfi færara um að bregðast við þróun og breytingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
- 6.
- Gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis.
- 7.
- Skila Alþingi skýrslu um rannsóknina ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar. ( Tekið af vef Alþingis ).
- Alþingi gerði viðauka á lögum um Rannsóknarnefndina 30. desember s.l. þar sem ákveðið var í hvaða farveg og meðferð skýrslan yrði sett að hálfu Alþingis:
- Alþingi kýs níu þingmenn í nefnd til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og móta tillögur að viðbrögðum Alþingis við niðurstöðum hennar. Nefndin skal skila tillögum sínum á núverandi löggjafarþingi. ( Tekið af vef Alþingis ).
- Það er mitt mat að ríkistjórnin ætti að bíða átekta og taka við fyrirmælum frá Alþingi en vera ekki að flækja málin með óþarfa nefndarskipun sem orkar tvímælis..
- Ísland er jú Lýðveldi með þingbundinni stjórn. Af þeirri ástæðu ætti framkvæmdavaldið, að halda sig til hlés á meðan Alþingi ræður ráðum sínum. Auk þess sem í 6. lið um Rannsóknarnefndina, eru skýr fyrirmæli um, að ef grunur sé um refsiverða háttsemi að ræða að þá eigi að láta viðkomandi yfirvöld vita. Varla fer nefnd út í bæ að fikta við slíkt.
Nefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.1.2010 | 18:29 | Facebook
Myndaalbúm
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 566813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 692
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er viðtekin spilling sem er verið að verja við getum bara séð hvað er í gangi ekki einn einasti maður komin á bak við lás og slá eftir hrunið allir peningarnir eru ó fundnir og troðið á almenningi að manni viðrist af ásetningi.
Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 01:48
Almenningur þarf að standa vaktina.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.1.2010 kl. 06:41
Ég læt mitt ekki liggja eftir í því verst að starf mitt er viðkvæmt sem öryggisvörður hef starfað í góðri sátt við lögregluna í mörg ár þegar ég hef sinnt sérstökum gæsluverkefnum en þrátt fyrir það tek ég áhættu og stend vaktina bæði í vinnu og fyrir okkur á alþingi og á Bessastöðum um áramót.
Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.