Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave og undirbúningur að henni er að hefjast. Það er ef til vill eðlilegt að hugmyndum sé velt upp með hvaða hætti kosningabaráttan verið háð svo þjóðin komist sæmilega frá og hver greiði atkvæði eftir sinni sannfæringu sæmilega upplýstur.
Alþingi leggur áherslu á útgáfu hlutlauss kynningarefnis. Það er svo sem ágætt.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður allsherjarnefndar vill gera það eins og Hafnfirðingar gera það!!!
Eiríkur Tómasson lagaprófessor leggur áherslu á tjáningarfrelsið sé virt og vert sé að hafa vakandi auga og hugsanlega setja fjármagni skorður.
Í Blöndudeilunni svokallaðri, þar sem tekist var á um virkjanatilhögun um Blönduvirkjun í minni gömlu heimabyggð, skiptist sveitin í nánast tvær jafnstórar fylkingar. Fólki var heitt í hamsi og höfðu margir sterkar skoðanir. Greidd voru atkvæði innan hreppsins og var allt óljóst hver hefði betur. Kosningabaráttan fór fram með ýmsum hætt. Menn fóru milli bæja og maður ræddi við mann.
Ég kom síðastur inn í samkomusalinn þegar átti að fara að telja atkvæðin og hrökk nokkuð við. Voru þá sveitungar mínir þverklofnir og sat önnur fylkingin vinstra megin og hin hægra megin.
Þá stóð upp bóndi aldraður, Þorleifur í Sólheimum og sagði að við mundum halda áfram að vera sveitungar, eftir atkvæðagreiðsluna, hvernig sem hún færi. Bað hann fólk standa upp og syngja Blessuð sértu sveitin mín.
Ég held að það sé rétt að þjóðin syngi eitthvað fallegt fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, en að öðru leiti sé fólki frjálst að reka tryppin eins og hverjum sýnist.
Enginn verður múlbundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.1.2010 | 21:19 (breytt kl. 21:27) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 573470
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 120
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við Húnvetningar erum jú snillingar í svona og þá sérstaklega austan Gljúfurár. Kosningabaráttan segir þú, hún er löngu hafin og hefur í raun staðið í 15 mánuði. Hrun-flokkarnir hafa flækt þetta mál í svo mikinn lagaflækjuvef að það er ekki fyrir nema sérhæfða flækjulögmenn að skilja hann. Þau okkar sem setjum fram sjónarmið sem ekki eru í takt við flækjurnar, erum vænd um heimsku, landráð, bull, þvætting og hvað þetta heitir allt. Þá er ekki nema von að fólk hrökkvi við og fari að hugsa. Er ég að bulla, er ég vitlaus, er ég landráðamanneskja.
Svona "heimskingjaáróður" er lúmskur og ljótur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 15:58
Hólmfríður, það er alltaf hægt að skila auðu.
Það skilaði einn auðu í Blöndudeilunni og hafa farið fram ítarlegar rannsóknir hver það hafi verið og var það aldrei upplýst. Það ruglaðist allt kerfið við þetta eina auða atkvæði. Þá kom vafinn.
Ég held að Húnvetningar vestan Gljúfurár hafi nú átt þrætugjarnasta mann, Gretti Ásmundarson.Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.