Leynivopnið

,, Við verðum að muna að við erum ekki að semja við okkur sjálf " segir fjármálaráðherra. Hér ítrekar fjármálaráðherra það að sumir einfaldir menn halda að við getum einir ráðið framvindu mála.

,, Þetta er ekki einhliða innanríkismál" segir fjármálaráðherra og það er alveg rétt. Þetta er fjölþjóðlegt svika og skuldaskilamál.

Lagasetningin og málefnið, sem hefur verið vísað til þjóðarinnar til úrskurðar er innanríkismál. Samningurinn sem liggur á borðinu undirritaður í annað sinn með fyrirvar um samþykki Alþingis er milliríkjasamningur.

Það er engin leið til að klára þessa ákvörðun nema að fara að stjórnarskrá og afgreiða málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við slítum ekki friðinn við það og kosið er um sértækt málefni, hvorki um framtíð forsetans eða ríkistjórnarinnar. Og stjórnarandstaðan verður á sínum stað.

Ríkistjórnin er umboðslaus sem stendur í þessu máli að mínu mati og getur sig hvergi hreyft. Bretar og Hollendingar munu tæplega vísa þessu máli til dómsúrskurðar. Til þess hafa þeir ekki nógu klára stöðu. 

Bretar voru svakalega hressir fyrst í þorskstríðinu, en það datt allt loft úr þeim, þegar við fórum að klippa aftan úr togurum þeirra trollin.

Ég hef það á tilfinningunni að við séum að ná taflinu upp. Koma tímar og koma ráð og sérstaklega þjóðráð.


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var nú á Tý í þorskastríðinu og þeir voru nú ekkert á því að gefa sig þótt við klipptum tóm trollin aftan úr þessum þvottabölum.  Það var ekki fyrr en þeir gengu of langt og sökktu Tý næstum að menn voru þvingaðir að diplómatískri lausn. Við eigum því að hafna ábyrgð alfarið og láta þá eiga næsta leik. Sjá hvað hæft er í hótunum þeirra. Það er bara svo og svo langt, sem þeir geta gengið þar til alþjóðasamfélaginu ofbýður og grípur inn í. Þannig leystist þetta síðast. Það leysist ekkert með að flýja af hólmi.  Ef við hefðum gert það á sínum tíma, væri ekki Ýsukóð né þyrskling að finna á Íslandsmiðum og allir hefðu tapað.

Hér er um svipaða stöðu að ræða. Ef þeim tekst að setja okkur á hausinn fyrir hugleysi okkar, þá hafa allir tapað.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 16:45

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já þetta er einmitt mín tilfinning fyrir málinu. Gott að hafa hér á blogginu jaxla sem börðust í þorskastríðinu.

Sjálfur sigldi ég á togara sem hafði verið breytt í fraktskip, Ísborgin hét hún. En það voru engir bardagar þar.

Einu sinni var Guðmundur Kjærnested skipherra, spurður af fréttamanni hvort hann hefði ekki verið stundum hræddur í þorskastríðinu.,, Aldrei, en ég er stundum núna hræddur þegar ég geng yfir Miklubrautina" sagði kappinn sem þá var orðinn aldraður og kominn í land.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband