Nú verður úr vöndu að ráða, hvort hver maður eigi að hafa eitt fullgilt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Sennilega verða brögð í tafli og form Alþingiskosninganna og kjördæmanna viðhaft, þar sem kjósendum verður mismunað eftir búsetu og kjördæmum.
Það er skýr krafa að hver kjósandi á að hafa eitt fullgilt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu og það sama á að gilda um kosningar til Alþingis.
Ef niðurstaðan verður eitt fullgilt atkvæði á kjósanda í þjóðaratkvæðagreiðslunni, að þá er fallin röksemdin fyrir mismunun á atkvæðavægi á grundvelli búsetusjónarmiða til Alþingiskosninga.
Þá er landið orðið raunverulega eitt kjósenda kjördæmi.
Áfangi í baráttunni um jafnan kosningarétt er hafinn.
26.grein stjórnarskrárinnar mælir ekki fyrir um á hvern hátt skuli kosið og verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi umræða þróast og hver niðurstaðan verður.
Þing klukkan 10:30 á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.1.2010 | 21:54 | Facebook
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 219
- Sl. sólarhring: 563
- Sl. viku: 1477
- Frá upphafi: 570783
Annað
- Innlit í dag: 204
- Innlit sl. viku: 1323
- Gestir í dag: 201
- IP-tölur í dag: 199
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Þorsteinn, en er ekki kveðið á um að meiri hluti svara í eina átt gildir..?
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.1.2010 kl. 22:50
Sæll.
Hjartanlega sammála. Það að landið verði eitt kjördæmi, með jöfnu vægi atkvæða allra er eitt af brýnustu líðræðis framþróunum sem við þurfum.
Því miður virðist það vera svo að stjórnin sem þegar á eitt frumvarp lyggjandi á þinginu um þjóðaratkvæðagreiðslur, virðist ekki hafa áhuga á að afgreiða almennilegt, framtíðar líðræðis frumvarp frá þinginu. Það er lagt til hliðar, rétt eins og þetta hér:
http://www.althingi.is/altext/138/s/0005.html Sem gengur lengra.
þetta er bara einnota bastarður sem þau ætla að reka nú í gegn með látum. Til að tjónka 4flokka batteríinu sem vill eingöngu lýðræði í orði en ekki á borði. Og fussum svei, alls ekki færa það til fólksins. Væri til betri áramótagjöf til fólksins en að færa þeim alvöru lög um þessa hreinustu lýðræðis gjörð sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru?
P.S. Jóhanna á sjálf um 10 tillögur á alþingi fyrir lögum hér að lútandi . En þær henta ekki Forsætisrádherrum.Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 01:08
Við sjáum hvað gerist.
En það yrði ákveðin áfangi ef fólk væri með jafnan kosningarétt þegar það afgreiddi löggjöf í þjóðaratkvæðagreiðslu en ójafnan atkvæðisrétt þegar það afgreiddi löggjöf í gegn um fulltrúalýðræði þ.e. alþingismenn.
Það er gott að andstæðurnar opinberist í þjóðfélaginu og vitleysan skíni við hvert fótmál.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.1.2010 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.