Blogg vinkona mín, baráttukona norður í Húnavatnssýslu veltir því fyrir sér á bloggsíðu sinni hvort sögupersóna í Sjálfstæðufólki eftir nóbelsskáldið okkar frá Gljúfrasteini hafi ráðlagt forsetanum í ákvarðanatöku sinni.
Sennilega hefur Bjartur í Sumarhúsum komið í ljósaskiptunum og öllum reyknum á gamlárskvöldi að Bessastöðum og sagt að best væri að greiða atkvæði um þetta mál það væri þannig vaxið.
Rétt er að vekja athygli landsmanna á, að þetta verða frjálsar kosningar ef af verður og því hægt að kjósa í báðar áttir, með eða á mót Icesave lögum hinum nýrri og við þurfum ekkert að slíta friðinn þó við tökumst á um eitt málefni.
Ég vakti athugli á því í sumar að nauðsynlegt væri að fá Evrópusambandið að þessari deilu þar sem hún er Samevrópsk.
Það er skoðun mín að þetta sé Samevrópskt saka- og skuldaskilamál og það er allrar Evrópu að finna viðunandi lausn á því og því regluverki sem skóp það.
Við Íslendingar segjum að sinni; hingað og ekki lengra. Nú úrskurðar þjóðin.
Ég hef verið fylgjandi því að Bretar og Hollendingar hirði dánarbú hins gamla Landsbanka í viðkomandi löndum. Slátrið megi þeir eiga og annað ekki.
Mér finnst miður þegar stjórnmála- og fræðimenn eru að hnýta í forseta Íslands þó hann fari eftir ótvíræðum fyrirmælum stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands, þó svo aðrir forsetar hafi ekki talið sig geta beitt 26.grein stjórnarskrárinnar vegna þess að þeir voru friðarhöfðingjar en ekki pólitískir bardagamenn.
Á hitt get ég svo fallist að það þarf ef til vill að fella þessa grein í þrengri skorður, þannig að þjóðin lendi ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu um hundahald.
Staðfestir ekki Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.1.2010 | 21:52 (breytt 9.11.2024 kl. 15:30) | Facebook
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 25
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 175
- Frá upphafi: 573493
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 142
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverð lesging - hvenrig bankakerfið varð að svikamillu.
http://gregpytel.blogspot.com/2009/04/largest-heist-in-history.html
Sigurður J. Eggertsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 22:07
Þú hefur eitthvað misskilið mig eða Bjart, Þorsteinn. Það var ekki sagt sem hól eða afsökun fyrir forsetann að hann hafi tekið þessa Laxnespersónu sem ráðgjafa. Að svelta heldur en að far á næsta bæ til að leita hjálpar. Það hefur mér aldrei fundist álitlegur kostur. Stolt og skynsemi fara stundum ekki saman og alls ekki þegar verið er að neita því að staðfesta breytingartillögur frá Alþingi. Það er ekkert frelsi fólgið í fátæktinni og að koma sér í óþarfa vandræði. Ólafur Ragnar var að gera okkur mun fátækari en við erum nú þegar auk þess sem þetta eru bara óþarfa vandræði. Hann er trúlega mun dýrari þjóðini á tímann, en Davíð Oddsson og þá er núi mikið sagt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 00:15
Svona í lokin þá á ég lítinn hund sem heitir Bjartur og er ekki frá Sumarhúsum. Hann mundi hjálpa henni vinkonu sinni á allan hátt ef hún ætti í vandi og ekki koma henni í bobba að neinu leiti.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 00:23
Það verður hver að meta hvernig þessi færsla mín verður til. Þess er getið í fornsögunum að menn hafi tekið spjótið á lofti og sent það til baka.
Forseti Íslands fer að fyrirmælum 26. greinar stjórnarskrárinnar eins og honum ber og þetta er hans sjálfstæða mat.
Hólmfríður, þú ert greinilega óánægð með að forsetinn fari eftir stjórnarskránni sé ég á síðunni þinni.
Þú vilt bara að Samfylkingin fá að ráða öllu. Málum er bara ekki háttað lengur þannig.
Almenningur á Íslandi hefur ekki komið sér í þessi vandræði.
Takk fyrir innlitið
Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.