Bandaríkjaforseti hefur sagt að Gasaströnd sé stór fasteign. Gætu þeir atburðir orðið sama dæmið og gerðust á Kúbu, þegar Batista réð ríkjum. Hann var kúbverskur herforingi, stjórnmálamaður og einræðisherra með stuðningi Bandaríkjanna frá 1952. Hann var í raun leppur Bandaríkjanna. Hann bauð sig fram til forseta árið 1952. Ljóst var að hann myndi tapa, en þá framdi hann valdarán.
Eftir síðari heimsstyrjöldina þá ákváðu stórveldin, ákveðna ríkjaskipan fyrir botni Miðjarðarhafs. Og þar á meðal áttu Palenstínumenn að fá land. En það átti ekki að verða stór fasteign fyrir Trump, heldur land fyrir Palestínumenn
Batista snerist á sveif með ríkustu mönnunum sem áttu stærstu sykurplantekrurnar, boðaði að afnema réttinn til að fara í verkföll. Hann gerði samning við bandarísku mafíuna, sem stjórnuðu spilavítum, fíkniefnasölu og hóruhúsum. Þarna var hann búinn að ná tökum á þessari starfsemi.
Það voru svo örlög Fidel Castro að gera litla byltingu gegn þessum ósköpum.
Það hefur verið lengi hugboð mitt að Gasaströndin ætti að verða svipuð stassjón. Hægt væri að flytja heppilegan sand með skipum og búa til baðströnd sem ætti sér enga líka í heiminum. Þessi strönd væri sérstaklega hugsuð fyrir ríka fólkið í heiminum. Þetta er góð fasteign, segir Trump og Ameríka verður aftur rík. Fyrir þetta þurfa Palestínumenn að gjalda og börn þeirra drepin svo þau verði ekki hættulegir skæruliðar, þegar tímar líða.
Bandaríkin settu útflutningsbann á Kúbu svo þeir fengu ekki að kaupa landbúnaðarvélar og því varð engin framþróun í atvinnulegu tilliti. En á dögum Batista voru stúdenta óeirðir og mikil ólga á eyjunni.
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2025 | 16:02 (breytt kl. 16:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. apríl 2025
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 134
- Sl. viku: 789
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 638
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar