Hef sjaldan séð svona krappa lægð strunsa austur Grænlandsund svona djúpa og sterka.
Hvað segja menn um hlýnun jarðar er þetta eitthvað frá henni komið? Myndi þetta skot ekki nálgast skýringu sem fellibylur, nærri því?
Elstu menn muna varla annað eins og myndi ég teljast með elstu mönnum 79 ára. Man einu sinni eftir einhverri febrúarlægð. Hún tók þungan fjárnvagn og setti hann upp í lotið og fleygði honum niður hólinn hjá mér. Þá sá ég að þakið á fjárhúsunum á Reykjum var farið að lyftast milli stoðar og dregar. Það var nú aðalega því að kenna að þar hafði ekki veri gengið nógu vel frá festingum milli stoða og dregara í byggingu ,tryggja festinguna með girði. Ég var svo heppinn að það var planki í ganginum sem hægt vara að negla niður í gólfplanka og upp í sperru þá hreyfðist ekkert. Ég var mjög fljótur að átta mig á þessu. Svo opnuðust fjárhús dyrnar með gýfurlegum hvelli og eitthvað af rúðum splundraðist í stafni hússins.
Þá komu tveir kennarar Jón Pálsson og Hjörtur Einarsson kennarar á Húnavöllum og hjálpuðu mér að græa þetta allt saman með fyllsta öryggi og þar með var mér borgið. Fyrir það er ég þakklátur. En viti menn þá kom útkall frá oddvita hreppsins, og tilkynnti að fjárhús á Orrastöðum læju undir skemmdum og var óskað eftir aðstoð Ég fór strax, átti nýlega MF165 var á keðjum og gat ekki fokið og var ég með fyrstu mönnum á staðinn. Tók ég eftir að viðveruhús landeigands, sem var gamallt símamanna skúr á hjólum og með dráttarbeysli. Hann hafði tekist á loft og farið í loftinu yfir veginn og splundrast þar. Þegar að fjárhúsum að Orrastöðum var komið þá var Sigurjón bóndi standandi í garðanum æðrulaus og horfði upp í loftið og var að taka í nefið. Nokkrar skemmdir urðu á fjárhúsunum og dreif öfluga sveit sveitunga að og græuðu öll mál eins og hægt var. Sigurjón sagði hinsvgar æðrulaus ,, Ég vorkenni Þórmóði (sem var landeigandi jarðar og húsa)´´. það var sérstök tilfinnig að heyra hann segja þetta, en hann var leiguliði Þormóðs ,en hann landsdrottinn og því nokkur munur á stöðu, en ég var reyndar leiguliði á minni jörð sem er næsta jörð, Reykir. Torflækingar stóðu þétt saman að koma öllu í rétt horf og ganga frá. Megin ástaða þessa að svona fór var að mínum dómi að steypa milli sperra var orðin morkin og sperru endar fúnir.
Víða höfðu hross tvístraðst í haga í þessu veðri og var næsta vers að ná þeim saman og hlynnað að þeim og koma í skjól og koma rúllum til þeirra. Þetta var mikill kvellur og eru einhverjir hér inn sem geta ef til vill staðsett þetta veður í tíma tali?
Hættustigi almannavarna lýst yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.2.2025 | 16:03 (breytt kl. 20:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. febrúar 2025
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 227
- Sl. sólarhring: 236
- Sl. viku: 1773
- Frá upphafi: 576290
Annað
- Innlit í dag: 182
- Innlit sl. viku: 1554
- Gestir í dag: 178
- IP-tölur í dag: 176
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar