Ef unglingar út skrifast ólæsir, hvað með kynslóðirnar á undan?

Oft furðuðu menn sig á því, hve Fidel Castró Kúbuforseti hélt langar ræður. Hann ræddi um hvernig framleiðslan gengi og þjóðin fékk þetta allt í gegnum þessar löngu ræður.

Ástæðan? Þjóðin var ólæs. Því þurfti að halda langar ræður  til að upplýsa hvaðeina og lögð áhersla að gera þjóðina læsa á skömmum tíma.

Á Íslandi sáu prestarnir um að halda uppi sæmilegri lestrar  kunnáttu og konan við rokkinn og ef til vill, afi og amma.

Nú er hætt að nota rokk og afi og amma upptekin og fjölskylduformið orðið annað og foreldrar vinna mikið úti.

Pisakönnun er enn til umræðu og lítið gengur. Enn eiga nemendur erfitt með að skilja texta og eitthvað er útkoman lakari hjá okkur en öðrum þjóðum sem þreyta þessa písakönnun. Ef til vill skiptir þetta engu máli eða hvað?

Er þetta ástæðan fyrir öllum mistökum, sem pompa upp hjá okkur, mygla sem var ekki áður. Vegir fjúka upp og hverfa. Endalaust að menn fara yfir á fjárlögum. Menn skríða inn í hella í hláku, Hvað þýðir orðið hláka, eða hundslappadrífa?

Færsla þessi hefur birst áður en er nú birt uppfærð. Skrifari var mikið til ólæs þegar komið var í farskóla, en það var gömul kona með rokk sem kláraði verkið.

Bloggari fór um síðustu helgi í 60 ára útskriftar afmæli Landsprófsdeildar á Reykjaskóla. Það brostu allir út að eyrum þegar heilsað var. Einhver var með gamalt landspróf til kynningar og sýningar, skrifari kunni lítið og hristu höfuðið.

Skrifari hefur komist sæmilega af til sjós og lands.

Færsla  þessi hefur birst áður hér á blogginu en er nú birt. uppfærð.


mbl.is „Slíkt væri talið algjörlega galið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband