Hvað á barnið að heita?

Held að það gæti verið snjallræði fólks sem stundar stjórnmál að nefna (skíra) börn, Gleym-mér-ei. Smátt og smátt værum við komin með flokk sem væri vel sjáanlegur.

Gæti útrýmt að ástæðulaust væri að kljúfa eða stofna nýja flokka. Um þessi mála væri þá samið um í fermingar og giftingarveislum og erfidrykkjum. Þetta mundi auðvela allt stjórnamálavafstur.

Auðvitað er það kitlandi fyrir foreldra að nefna börn margbreytilegum nöfnum og hafa sjálfstætt val um það og þurfa ekki að eltast við ættarnöfn. Íslendingar hafa mikið sótt í að nefna eftir horfnum ættingjum o.s.frv. Stundum getur það orðið tog en ekki endilega ósætti í fjölskyldum þó einhver fá ekki nafnið sitt.

Eitt sinn ætlaði ég að stríða bróður mínum að það væri enginn nefndur eftir honum, og glamrað með það að ég væri kominn  með nafna, en ég heiti Þorsteinn Hallgrímur og er kominn með einn Þorstein H. Bróðir minn snéri sig listilega vel út úr þessu. "Vitleysa er í þér Þorsteinn, það er alveg hellingur af nöfnum sem ég á. Arnbjörn heiti ég og það eru margir með millinafnið Örn." Litli bróðir hafði betur í þessari snerru okkar. Hann er nú látinn og er okkur auðvitað kær með þetta stóra og myndarlega nafn og er það komið í umferð og dekkar

ættar höfðingjan Arnbjörn Árnason sem var meðal stofnenda Borgarness

Hulda á Höllustöðum tjáði sig eitt sinn við mig um nöfn þegar ég var í farskóla á Höllustöðum. Það ætti ekki að kalla börn gælunöfnum. það mætti ef til vill gera þegar þau væru lítil, en ef viðkomandi væri með flott nafn þá væri betra að það vendist að kalla það fullu nafni.

Á hernámsárunum voru tekin fram stutt falleg gælunöfn  eins og Dollý, Bíbí, Sísí og Dítý. Það lagðist misjafnlega í fólk en þótti smart. Ef til vill blandaðist hernámspólitíkin eitthvað inn í þetta. Trúlega.

Svona væri hægt að skrifa ritgerðir og hafa vafalaust verið skrifaðar lærðar ritgerðir um nöfn okkar og er það vel að það veki áhuga alltaf þegar barn er nefnt (skírt).


mbl.is Magnús og Aðalbjörg eignuðust dóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband