Á wikipedia og á Vísindavefnum kemur fram að marþon sé langhlaup kennt við borgina Maraþon á Grikklandi. Það er 42,195 km langt og er það vegalengdin sem talið er að boðberi nokkur hafi hlaupið með skilaboð um sigur í bardaga við Maraþon, frá borginni til Aþenu í kringum 490 f.Kr. Hafði þar Aþeningum tekist að sigra innrás frá Dareios Persakonungi og hans herdeildum.
Segir svo frá að boðberinn hafi ekkert stoppað á leiðinni og hafi látist um leið og hann skilaði af sér fréttunum.
Maraþon eru oft hlaupin inni í borgum og eru sum þeirra afar vinsæl, s.s. í New York, London og Chicago. Þá eru líka hlaupin hálfmaraþon sem er 21.1 km. Hér á Íslandi er líka 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna.
Maður er nefndur Jón og hefur viðurnefnið hlaupari. Hann er Biskupstungnamaður. Hann er þekktur fyrir áhuga sinn á allskonar hlaupum. Jón ók vörubíl og flutti áburð fyrir bændur á Suðurlandi í den. Við kynntumst þegar verið var að lesta bílana í Áburðarverksmiðjunni, þegar ég var þar við störf vorin 1961-1965. Jón hefur tekið þátt í allkonar hlaupum. Einu sinni hittumst við á götu og tókum tal saman og bar þar á góma hlaup og ræddum um hvað margir væru að glíma við ofþyngd. Jón sagði að þetta væri ekkert vandamál. "Ef ég væri heilbrigðisráðherra mundi ég láta ríkissjóð borga fólki fyrir að hlaupa svona milli stöðva. Árangurinn mundi koma strax fram", sagði Jón kíminn.
Í Reykjavíkurmaraþoni er á ýmsum stöðum stöðvar til að þjónusta hlaupara, fá vatn og orkudrykki, o.þ.h. Og vera með viðburði til skemmtunar, því það verður að vera gaman. Við krakkarnir í Laugarnesi ákváðum 2018 að vera með viðburð. Ákveðið var að taka videó af hlaupagikkjunum og sýna Laugarnesið og láta Sigurð Ólafsson söngvara og hestamann syngja. Vera með Massey Ferguson og fána til gamans. Þetta tókst og það mjög vel.
Hér frumsýnum við þetta menningartengda videó.
Upptöku annaðist Erlendur S. Þorsteinsson.
Stjórnmál og samfélag | 24.8.2024 | 12:15 (breytt 25.8.2024 kl. 14:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 24. ágúst 2024
Myndaalbúm
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 1203
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1037
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar