Reikniskúnstir. Eldriborgar geta í sumum tilfellum látnir borga sjálfum sér kaupið.

Ríkisvaldið bauð mér upp á heldur mikla lágkúru þegar ég gerði upp skattinn á þessu ári.

Forsaga málsins

Ég fékk bætur fyrir það tjón sem ég varð fyrir þegar mér var skylt að fella fjárstofn minn vegna þess að riða greindist í hjörð okkar hjóna á Reykjum við Reykjabraut fyrir mörgum árum síðan. 

Ærnar voru felldar daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Hjá mörgum bændum er sumardagurinn fyrsti í uppáhaldi á sveitaheimilum og svo hefur og verið hjá mér.

Nú eins og kunnugt er ávaxtast fé ekki undir koddanum, Þess vegna lét ég banka minn sjá um ávöxtunina. Svo kemur að því að bréfin eru leyst út og skiptist sú greiðsla í höfuðstól, verðbætur sem eru til að halda höfuðstóli í réttum skorðum og svo vextir. Nú samkvæmt lögum ber okkur að telja þessar svokallaðar vaxtatekjur fram til skatts og verðbæturnar líka, Það er ósanngjarnt því verðbætur eru ekki vextir heldur aðferð til að fá tilbaka ígildi sömu upphæðar sem lögð var inn.

Hvernig haldið að framhaldið verði. Eigandi fjárins kominn með skattskylt fé sem honum ber að telja fram til skatts sem er 10% af vöxtunum sem bankinn skilar i ríkissjóð, vextir og verðbætur.

Svo nota ÞEIR vaxtaskattinn til að greiða mér ellilífeyriinn sem ég á rétt á. Það er auðvelt að vera fjármálaráðherra að gera gamla fólkinu til góða með svona aðferð. Að láta einstaklinginn borga sér sjálfum ellilífeyririnn. Og sennilega er lagður á tekjuskattur aukreitis. Tvískatta allt heilaklabbið og nota til að borga mér ellistyrk. Þetta eru nú ekki fallegar aðferðir við gamalt fólk og ástæðulaust að vera að kjósa fólkið til Alþingis en er manni ekki vorkunn þegar svona fléttur eru uppdiktaðar niður á Alþingi og svona farið með mann, aldurinn farinn að færast yfir eftir unnið ævistarf.

Og forustumenn okkar hjá eldriborgara apparatinu ættu nú að fara niður á þingpalla næst þegar því verður við komið og syngja dírrendí, og aftur dírrenddí.


mbl.is Vilja hækka frítekjumörk og tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband