Á sínum tíma átti ég þess kost að vera í vinnu þar sem hægt var að sjá augljós mistök sveitarfélags á svokölluðu Vallarsvæði. Ég hugsaði mikið um þetta og velti því fyrir mér hvað sveitarstjórnarmenn í Hafnarfirði hafi verið að hugsa þegar íbúðarbyggð er skipulögð á svæði, nánast í hraunrennu eða nú farvegi hraungoss úr Bláfjöllum. Þessi renna er sjáanleg út í sjó hjá golfvelli við ströndina. Og öll stjórnvöld sem reyna að gera rétt og líta til ýmiskonar hættu af völdum náttúruhamfara segja bara, ok þetta er allt í lagi að við samþykkjum þetta bara, það er ef til vill einhver hætta og þá verður henni bara mætt, er það ekki. Íslendingar hafa einu sinni augjóslega sopið seyðið af slíkum mistökum og þar er hægt að nefna Kröfluvirkjun. Þar var varla búið að bora fullnægjandi rannsóknarborholur til þess að tryggja orku til fyrirtækisins og svo fór að gjósa og allt í pati. Þarna hefði nú verið sterkur leikur að fara sér hægar.
Deilan um Blönduvirkjun voru átök um beitarhagsmuni um beit sauðfjár, það blasti við að Blönduvirkjun var góður kostur til að tryggja orkukerfið á Norðurlandi eftir að Laxárvirkjun var slegin af og Kröfluvirkjun misheppnaðist. Ég vil geta þess að það var fullkomlega ljóst að ekki var hægt að sökkva Laxárdal eins og ætlunin var og voru hvað á maður að segja, of mikil náttúruverðmæti í spilinu sem ekki var réttlætanlegt að fórna. Því var Blönduvirkjun á þessum tíma með augljósan rétt vegna þess að hún var ekki á svæði þar sem von væri á jarðskjálftum og gosi. Enda minnir mig að það hafi verið í málefnasamningi við myndun ríkistjórnar Gunnars Thoroddsen ákvæði sem tók á þessu atriði.
Nú er farið að ræða að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun. Manninum á götunni leist ekki á það enda var hann ekki spurður. En nú dimmir á þessu svæði og alla landnotkun þarf að gaumgæfa.
Grindvíkingar hafa verið studdir til hins ítrasta og er það vel. Atvinnurekstur þeirra byggir mikið á því að vinna út á sjó. Svo staðan er svolítið betri, en að vera með atvinnurekstur í Hvassahrauni, Hvassahraun er til sölu. Eigendur hugsanlega búnir að uppgötva þetta og vilja losna út úr hugsanlegum skaða sem gæti tafið og orkað tvímælis um landnotkun.
Nafnið á færslunni er sérstakt og sennilega detti engum í hug svona arfa vitlaus lagasetning fyrirfram setning laga á óorðnum atburðum. Flest lög er stefnt gegn óorðnum atburðum. Hægt væri ef til vill að búa þessa hugsun í önnur klæði, það má vel vera. Bændur hafa nokkurt rými til að velta fyrir sér hættu sem eru ekki alltaf mjög sjáanlegar og ég tilheyri þeim hópi. Það eru þá kannske vorhretin sem vont er að átta sig.
Ég átti vinnufélaga sem hafði skoðanir á mörgu og var búinn að koma sér upp ritningu sem hann notaði þegar honum fannst stefna í óefni við lausna mála:
Hann sagði: best, sem vitlausast. og hafði hana uppi skrifaða hjá sér.
Hvassahraun komið í söluferli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.7.2024 | 21:03 (breytt 18.7.2024 kl. 19:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 4. júlí 2024
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 192
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 342
- Frá upphafi: 573660
Annað
- Innlit í dag: 183
- Innlit sl. viku: 301
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 180
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar