Frumkvæðisforseti ?

Mér sýnist Halla Tómasdóttir geta verið þannig forseti Það sem vantar er valdið og myndugleikinn í löggjöfina, forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt!!!.Eða þannig. Halla er mikið í því koma málum á rekspöl Og það vantar svo sannarlega að hjálpa fólki sem er komið í vond mál og geta ekki þokað sínum málum fram á við. Við erum með umboðsmann Alþingis, Það er eingöngu til að kryfja mál til mergjar. Sama eru um umboðs mann borgara sem er á svipuðum nótum fyrir Reykjavík . Hef reynt báða umboðsmenn. Frá þeim koma góð álit og margt dregið upp úr skjóðunni. Þeir eru ekki dómstólar og því ekki hægt að halda áfram á þeim vettvangi. Mætti segja að það gerist ekkert. Svona ópíum fyrir fólkið.

Sýslumaður selur ofan af fötluðum manni fyrir ófullnægjandi verð. Uppboðshaldari ber að fá eins hátt verð og kostur er. Svona eru mörg mál sem ekkert gerist í. Oft vegna þess að það vantar peninga til að borga lögfræði kostnað og oft ekki hægt að fá gjafsókn.

Svona er þetta búið að vera síðan á dögum Hrafnskels Freysgoða, en hann er til í bókum okkar. Forsetinn eða einhver annar kandidat þyrfti að líkjast Hróa -Hetti Jafn vel reisa nýjan flokk en þá vantar brennumanninn Kára Sölmundarson, sem fór til Kív í Úraníu að tukta brennumenn.

Úr Hrafnskelssögu; er varðar fullnustu dóma og réttlætis.

Smali Hrafnkels Freysgoða notaði hest Hrafnkels til að smala en Hrafnkell var búin að hóta að drepa hvern þann sem færi á bak Freyfaxa.

Hrafnkell var linur og blíður við sína menn og stirður  við Jökulsdalsmennum. Hann þrengdi undir sig Jökuldalsmönnum til þingmanna sinna. Hann var ójafnaðarmaður.

Þorbjörn vildi i mál við Hrafnkel út af vígi Einar sonar síns, En Hrafnkel heldur áfram að drepa menn og ógna. Hér er farið fljótt yfir sögu. Hægt er að þvæla víginu til Alþingis og þar er dæmt í því. Þar eru miklir höfðingjar, eins og títt er um svoleiðs samkomur. Málið vinnur Þorbjörn, en þá vill enginn veita honum liðsinnis svo koma megi dómnu í framkvæmd. Og var nú illt í efni. En um síðir var hægt að safna mönnum til farar austur til Aðalbóls til að fullnusta dóminn voru það Vestfirðingar sem tóku það að sér og þurfti að gera féránsdóm á búi Hrafnskels og fæla hann af staðfestu sinni ( bera út) og var þá illa komið fyrir Hrafnkatli.

Öllu er  vel lýst í Hrafkelssögu, skrautlegar sögur með miklum texta, rósum og fögru máli. Eigi er það efni þessarar færslu að fara yfir það efni og getur hver sá sem vill það og hefur landspróf eða komist sæmilega út í Písa könnun og hefur vald á sínu máli og er læs, gert.

 Réttlætið á örðugt uppdráttar fyrir þeim sem er minni máttar og framkvæmdavaldið  á Íslandi orði frekar lélegt.

 Ef fólk leitar jafnvel til Kerfisins er lítið að hafa og afgreiðslan jafnvel afgreidd úr tölvu og talvan  segir NEI. Einhvern vegin þannig er ástandið svona á Íslandi.


mbl.is Heimspressan fjallar um forsetakjör Höllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband