Skipaútgerð ríkisins var aflögð og allir þungaflutningar lögðust á vegakerfið. Áburðurinn fluttur til bænda með trukkum, nema á Suðurlandi. Flakkað með fisk, ekið út og suður í nafni hagræðingar og má vel vera að í ýmsum tilvikum hafi verið ávinningur af því. En hverjir nutu ágóðans? Svona er hagræðingin búin að ganga að því að ekki er reiknað rétt í báðar áttir. Það þarf að reikna rétt. Ávinningurinn af því að leggja skipaútgerðina niður hefði átt að vera lagður á borðið til samanburðar við ágóðan að því hver ávinningurinn væri t.d. með væntanlegum fiskflutningum. Þannig að ekki væri skaði á vegarkerfinu lagður eingöngu á skattgreiðendur. Að hluta til sprettur umræðan um veiðileyfisgjöld af því að almenningur gerði sér grein fyrir því að vegirnir mundu aflagast en það gerðu stjórnmálamenn ekki. Þó ruku þeir upp og ferðuðust um landið til að heyra í kjósendum, en hlustuðu ekki. Því er staðan svona og í óefni hefur stefnt lengi. Lagfæring verður dýrari þegar búið er að skemma vegina mikið, en það er nú ofmælt að þeir séu ónýtir.
Tökum Holtavörðuheiði sem dæmi þar var eins og gert er í vegbyggingum. Eystri kanturinn farinn að gefa sig og var orðinn hættulegur fyrir þunga bíla. Þar vann Vegagerðin prýðilegt verk til að styrkja kantinn. Kanturinn var mokaður upp og settur sterkur malarpúði af réttri tegund og gengið frá eftir bestu manna leiðsögn. Það hefði verið ofmælt að segja að vegurinn yfir Holtavörðuheiði væri ónýtur.
Um miðja síðustu öld voru drulluslörk víða á Holtavörðuheiði. Það var bara gert við það sem fyrst. Venjan var að moka það sem gubbaðist upp í miðjunni, sem fyrst og setja hreint efni í þessar viðgerðir.
Svona var gert við vegina og allt gekk í rétta átt. Svo var maður kominn á malbikaðan veg frá Reykjavík norður, sömu leið og leigbílstjórinn 79 af stöðinni ók og sagði þegar bensín titturinn í Fornahvammi spurði ertu ekki orðinn þreyttur? Enginn er þreyttur á leið heim, en svo fór hann útaf og valt og lét lífið. Var það við einbreiða brú? Nú er búið að reikna það út að stytting norðurleiðarinnar um Reyki og Ása sé hagkvæm og komin inn í stjórnmálaumræðuna. Hvernig er hún hagkvæm er það bensínkostnaður fyrir prívatmenn og fyrirtæki? Er sá reikningur/hagræðing nokkuð birtur almenningi? Á þeim vegar spotta þarf að brúa þrjár ár, Giljá, Fremri-Laxá og Blöndu. Ekki hefur verið sett fram það sjónarmið að böðlast um góð landbúnaðarlönd og því þurfum við að gefa þeim þætti gaum.
Það væru nú smart að nota svona fé í að brúa einbreiðar brýr á norðurleiðinni, það væri þá frá og afganginn af styttingarféinu í vegabætur. Svona þarf helst að hugsa og finna einhverja tekjupósta á þungaflutningana, allavega reyna að grafast fyrir um hvað græddist á því að leggja Skipaútgerð ríkisins niður.
Það er hörmung að hafa ekki strandsiglingar fyrir siglingaþjóð eins og við viljum gjarnan vera. Það var dásamlegt að ferðast með skipum Skipaútgerðarinnar á ströndinni og mundi styrkja ferðaþjónustuna.
Hafnar því að vegirnir séu ónýtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 27.6.2024 | 20:42 (breytt kl. 20:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 27. júní 2024
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 257
- Sl. sólarhring: 322
- Sl. viku: 407
- Frá upphafi: 573725
Annað
- Innlit í dag: 244
- Innlit sl. viku: 362
- Gestir í dag: 237
- IP-tölur í dag: 235
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar