Bókin Fjallkonan er áhugaverð lesning. Skemmtileg og fögur með dýrðlegum myndum af fögrum konum í fjallkonu búningi og hæfir þessu 80 ára afmæli lýðveldisstofnunarinnar. Í bókinni er rakin öll listin við að hanna saum og skreyta klæðin og rakinn ferillinn og hvernig þetta er gert og að mínu mati alveg listilega gert. Maður fær innsýn í hverjar hafa verið fjallkonur og fær að vita hvernig textinn hefur hljóðað.
Mannlíf flytur okkur vangaveltur Illuga Jökulssonar um Fjallkonuna undir þættinum um Kúltúr. Þetta er einhver andstaða gagnvart íslenskum hefðum og menningu, ef til vill til að reyna að draga örlítið úr áhrifum skálda okkar, t.d. Jónasar Hallgrímssonar og Tómasar Guðmundssonar, sem töldu í okkur frelsisást og kjark til að lifa í þessu harðbýla landi og vekja athygli á náttúru, landi og borg.
Og svo þetta þjóðrembutal, að þessi eða hinn hópurinn sé með þjóðrembu, ef minnst er á eitthvað sem er íslenskt, sterkt og fallegt. Fullyrt að hér sé þjóðremba á ferðinni.
Þetta með innflutninginn á þessari hefð er ef til vill rétt. Það hefur nefnilega fréttst að svona tilþrif hjá ýmsum þjóðflokkum og þetta er einfaldlega það sem fólk tekur eftir þegar það kemst í snertingu við okkar menningu alveg sama hvort hún sé svolítið plat. Hafmeyjan sem situr á steini fyrir utan höfnina í Kaupmannahöfn er líka plat.
Við vitum ekki hvernig hugmynd um fjallkonuna varð til. Ef til vill hefur hún komið sem tillaga frá sýslunefndarfundi einhversstaðar, eða einhverjir hafi ráðið ráðum sínum um allt þetta tilstand og farið að setja einhverjar hugmyndir niður. Í bændasamfélaginu er auðvelt að veðja á það að gangnamenn hafi víða getað ímyndað sér að fjallkonan hafi sést í fjöllum og tindum. En auðvitað er þetta hugsað sem ímynd þjóðarsálarinnar
Stjórnarráð Íslands stóð að útgáfu bókarinnar og er talið að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur sem nú fer um á Þingvöllum með flokk og kynnir staðinn. Ritstjórn Silja Aðalsteinsdóttir árið 2024. Formála ritar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Ég tel Fjallkonuna algjörlega stand af sér þessa háðsatlögu sem mér finnst vera og kemur frekar í bakið á málshefjanda sem er öðrum þræði ágætur fjölmiðlamaður. En auðvitað eru hún ímynd sem mikið hefur verið gert úr.
Ég tel að í raun að Hallgerður Langbrók sé fyrsta fjallkonan og allar fjallkonur sem á eftir ganga í hennar slóð.
Ég geri ekkert með þetta frumhlaup Illuga við að reyna að gera lítið úr fjallkonunni og finnst það ómaklegt. Að þetta sé eitthvert óþurftar atriði í Íslandsögunni og vísa því alfarið á bug. Að mínu mati er þetta einstaklega fallegur málatilbúningur og eitthvað til að færa menningu okkar í dýrustu klæði og orð, gera henni hátt undir höfði. Svo eigum við fána sem er afar fallegur og fellur vel að þessum atburði, ég tala nú ekki um þátttöku skáta í viðburðinum.
Bókin er greinilega að rjúka út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.6.2024 | 17:19 (breytt 21.6.2024 kl. 16:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. júní 2024
Myndaalbúm
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 249
- Sl. sólarhring: 315
- Sl. viku: 399
- Frá upphafi: 573717
Annað
- Innlit í dag: 238
- Innlit sl. viku: 356
- Gestir í dag: 232
- IP-tölur í dag: 230
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar