Skáldið og ráðherrann

Þetta er erfitt mál með hvalina. Bæði ráðherrann og skáldi hafa skyldum að gegna við sínar reglur. Skáldið verður að lúta lögmálum skáldskaparins og ráðherrann að lempa sjálfa sig í gegnum stjórnmálakraðakið.

Fantaskapurinn við aflífun hvalanna er alvega svívirðilegur og nógu veigamikil ástæða til að vera ekki að aflífa þessar stóru skepnur sem ekki er hægt að setja í klofið á sér og skjóta eins og kálf.

Ég hef verið fylgjandi því fram að þessu að veiða hvali. Ástæða: Að hvalurinn étur svo mikið af fiski. En nú er gert eitthvað minna úr því. Kominn ný ástæða,sem slær þá fyrri út að sagt er að hvalurinn sé flinkur í því að gera gagn í loftslags málunum.

Ráðherra  verður að fara eftir nokkrum reglum: Atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og svo auðvitað dýrarverndarsjónarmiðum sem verða sífellt þyngri í þessum málaflokki og huga að smala VG fylginu saman og það spilar  mikla rulu. Alltaf þarf að huga að því, sem skáldið hefur ef til vill engar skyldur við það. Sest bara við skrifborðið frjáls maður og gerir það sem honum sýnist. Bara formið í lagi og yrkja frá hjartanu. Auðvitða er hægt að laða fylgi að með ljóðum.

Það hefur verið opnað á að það gæti verið skaðabótar þáttur í þessu máli sem ráðherrann verður að hugsa um, sem er nú varla ef starfseminn hefur verið rekinn með halla í lengri tíma eins og heyrst hefur. Ég hef aldrei heyrt að hægt sé að krefja bætur um það sem ekkert er. Í þessu tilfelli halla á rekstrarreikningi, nema með einhverju kúnstum.

Ég held að hvalveiðar séu komnar á endastöð hjá Íslendingum. Þá er að gæta að hagsmunum ferðaþjónustunnar að fara í skoðunarferðir að sjá hval í sínu náttúrulega umhverfi það er plús. Nú er Katrín farin á braut og þá heldur hver sem getur ,nú má ég vera eins og villtur foli og gera uppsteyt og þarf engan múl. Nú er allt fylgi  út og suður og engin veit hvers er hvað og hvers er hvurs og allt komið í kross . Kannske getur Samfylkingin lánað fylgi  eins og Sjálfstæðismenn Krötunum í gamladaga í einhverjum kosningum.

Það er erfitt að stjórna löndum og að mörgu að hyggja. Allsskonar flækju hagsmunir.

Hvar er skæruliðinn Poul Watson, býðst hann ekki til að kaupa Hval 8 og 9 ? Nú er lag eftir þessa vertíð, Kristján Loftsson, vera svo með barnabörnunum að veiða ufsa niður við höfn. Það væri nú gaman.


mbl.is Hvorki vinstri né græn: „Auðvaldsmottur og umhverfissóðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband