Það er nú margt sem hefur gengið á í Grindavík og kemur ekki á óvart að þeir efni til eins snaggaralegs fundar og ræði málin.
Sá í frétt einhversstaðar að það væri einstætt að heilt sveitarfélag lenti svona í fanginu á obinberum aðilum sveit og ríki.
Það hefur gerst áður og það að ég segi það hér er ekki sett fram til þess að bauna á Grindvíkinga. Aðstæður eru nú allt aðrar en hér í gamladaga, en rétt er að halda því til haga að áður hafa heilu sveitir farið í eyði og fólk tekið poka sinn og sæng og leitt búsmalan í bandi í burt.
Kiljan segir frá því einhversstaðar í texta þegar hann sá einn Vesturfara á leið til skips og með sængina undir hendinni og spurði sjálfan sig, haaa, ætli það séu ekki til sængur í Ameríku. En auðvitað hefur sængin verið dúnsæng og ekki hlaupið að því í Ameríku að kaupa slíkan dýrgrip.
Þannig fór Laxárdalur nyrðri í eyði og yfirgaf fólk jarðir sínar. Ef til vill að sumir hafi geta selt jörð sem upprekstrarfélag og hreppurinn keyptu.
Þannig hefur það alltaf verið á Íslandi að hinn stóri gleypir þann smáa.
Á Hornströndum sammæltist fólkið eitt haustið þegar fáir voru eftir og yfirgáfu allt sitt nema ef til vill bát sinn og veiðarfæri. Þeir fóru allir saman.
Einn vinur minn grandvar í orðum og átti sögu afa síns til að minnast á búskaparlok og aðstæður fólks. Á Hornströndum skildu þeir matarafganga eftir á diskunum og vöskuð ekki upp. Það voru ef til vill einhverjar matarbirgðir sem hafa getað nýst fólkii sem lenti ef til vill í illviðri eða sjóslysi.
Vonandi lenda Grindvíkingar ekki í því að missa ær sínar frá sér á sauðburði, því það getur orðið varasamt á missa unglömb í holur, það er málið.
Svo þarf að koma dráttarvélasafninu á góðan stað svo hægt verði að sýna komandi kynslóðum margar tegundir af dráttarvélum og einu mega þeir ekki gleyma, að reisa Sigvalda Kaldalóns minnisvarað.
Grindvíkingar eignuðust nefnilega 1 st. karlakór eins og önnur menningarpláss. Orðstír hans verður eftir, þ.e Sigvalda og kórsins.
![]() |
Rúmenskir naglar komu til hjálpar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.2.2024 | 21:36 (breytt 21.2.2024 kl. 08:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 19. febrúar 2024
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 11
- Sl. sólarhring: 123
- Sl. viku: 707
- Frá upphafi: 589244
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 623
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar