Ekki harður kostur að hafa þó hitavatnslögnina til að sjóða saman.

Það er nú margt sem hefur gengið á í Grindavík og kemur ekki á óvart að þeir efni til eins snaggaralegs fundar og ræði málin.

Sá í frétt einhversstaðar að það væri einstætt að heilt sveitarfélag lenti svona í fanginu á obinberum aðilum sveit og ríki.

 Það hefur gerst áður og það að ég segi það hér er ekki sett fram til þess að bauna á Grindvíkinga. Aðstæður eru  nú allt aðrar en hér í gamladaga, en rétt er að halda því til haga að áður hafa heilu sveitir farið í eyði og fólk tekið poka sinn og sæng og leitt búsmalan í bandi í burt.

Kiljan segir frá því einhversstaðar í texta þegar hann sá einn Vesturfara á leið til skips og með sængina undir hendinni og spurði sjálfan sig, haaa, ætli það séu ekki til sængur í Ameríku. En auðvitað hefur sængin verið dúnsæng og ekki hlaupið að því í Ameríku að kaupa slíkan dýrgrip.

Þannig fór Laxárdalur nyrðri í eyði og yfirgaf fólk jarðir sínar. Ef til vill að sumir hafi geta selt jörð sem upprekstrarfélag og hreppurinn  keyptu.

Þannig hefur það alltaf verið á Íslandi að hinn stóri gleypir þann smáa.

Á Hornströndum sammæltist fólkið eitt haustið þegar fáir voru eftir og yfirgáfu allt sitt nema ef til vill bát sinn og veiðarfæri. Þeir fóru allir saman.

Einn vinur minn grandvar í orðum  og átti sögu afa síns til að minnast á búskaparlok og aðstæður fólks. Á Hornströndum skildu þeir matarafganga eftir á diskunum og vöskuð ekki upp. Það voru ef til vill einhverjar matarbirgðir sem hafa getað nýst fólkii sem lenti ef til vill í illviðri eða sjóslysi.

Vonandi lenda Grindvíkingar ekki í því að missa ær sínar frá sér á sauðburði, því það getur orðið varasamt á  missa unglömb í holur, það er málið.

Svo þarf að koma dráttarvélasafninu á góðan stað svo hægt verði að sýna komandi kynslóðum margar tegundir af dráttarvélum og einu mega þeir ekki gleyma, að reisa Sigvalda Kaldalóns minnisvarað.

Grindvíkingar eignuðust nefnilega 1 st. karlakór eins og önnur menningarpláss. Orðstír hans verður eftir, þ.e Sigvalda og kórsins.


mbl.is Rúmenskir „naglar“ komu til hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband