Dað Már Kristófersson ráðherra og prófessor, er heldur brattur inn í þjóðardeiluna um nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Hann hefur ritað lærað grein með öðrum um þessi mál.
Það væri nú gott ef almenningur gæti fengið á sjá hvernig þetta er reiknað og útfært. Það er viðurkennt að strandveiðar eru vistvænar. Önglinum er bara rennt niður og fiskurinn dreginn lóðbeint upp. Engin röskun á botni sjávar og búsvæðum nytja stofna. Er einhver leiðréttingarstuðul sem kemur inn í þessa hagkvæmnis útreikninga og leiðrétting vegna röskunar á lífríki sjávar þegar skuttogarar þeysa um vistkerfið með stór veiðafæri og mikið vélarafli?
NB er olíueyðasla reiknu á fiski kíló tekið út og borið sama við olieyðslu smáabátanna? Er leiðréttingar stuðull notaður í dæminu sem skapast af mismunandi þungaflutnigum á fiski á vinnslu stað? Eru afskriftir og vaxtakosnaður stóru skipana borin saman við veitt kíló í báðum kerfum?
Móðurbróðir minn Svanberg Magnússon gerði út trillu lengi frá Hafnarfirði hann fyllti bátinn oftast og settu svo fokkuna upp og sparaði mikla ólíu á leiðinni í land er einhver svoleiðis kerfi í gangi í hagkvæmari kerfinu? En eru menn eitthvað farnir að nota vindinn? Við vitum að vélar og olíukerfi hafa mikið breyst frá því sem var og eru sparneytnari.
Hér þeysir nýr ráherra án löggjafarvald í hendi, heldur svona starfsmaður á plani eins og Össur kallaði það. Auðvitað má hver vitna í sína ritgerð og hafa skoðun á slíku.
En ég hélt að það væri forsætisráherra sem ætti að leiða svon viðkæma umræðu svona fyrsta kastið á meðan stefna stjórnarinnar er snyrt og fáguð og ekki kominn í loftið bara Moggan. Í sjávarútvegsmálum og umræðu um hana er eftil vill heppilegra fyrir ráherrann að gaumgæfa orð sín, því hér takast á tveir pólar. Og auðvitað getur ríka útgerðin haft meir peninga til áróursstarfs. Ekki hleypa öllu upp, svo stríði magnist. Líka gæti það verið hugsað að láta þekkinguna í ljós fljót og vera ekkert að gaufa við þetta. Þetta er nú ekki stór hluti af aflaheimildu og alltaf farið að spyrja af hverjum á að taka þetta og grenja nógu mikið.
Gaumgæfum það voru trillukarlarnir sem gaukuðu fiski að húsmæðrum niður á bryggju í kreppunni miklu svo þjóðim lifði af. Það eru margir sem hafa eitthvað til síns máls og ekki síst trillukarlar og hefur þessi ritsmíð fengið einhverja einkun frá Háskóla Íslands?
Þegar svona er komið þá er ef til vill ráð að dómkveðja óvilhalla sóma menn til að upplýsa þetta mál. Það er lenska þega eitthvert mál fer í þennann farveg að halda því fram að þetta sé svo þjóðhagslega hagkvæmt. Er þá þjóðfélagslega hagkvæmt að slíta vegum óhóflega að þarfleysu og láta pöpulinn fá illa farna vegi til að hossast á.
Svo er þetta svakalegur veiðafæra kosnaður hjá stóru togurunum og oft lenda netadæsur og verða drauganet og reka upp í fjörur og tínt upp af hugsjónamönnum.
Fara varlega Daði. Við vitum að einhvern vegin hefur þessari stjórn verið úthlutað nafninu, Valkyrjur og í orðabókum þýðir það orrustudís, sú sem ræður sigri. 0g ráherra sem hefur ekki nein tengsl við kjósendur og er það ekki nauðsynlegt og þrátt fyrir þessa fínu grein sem er ekki með stympli sem óvillhallt skjal til að styðjast við.
Ráðherra sem settur er svona til að láta málið fljóta fram lít svona út að hann sé óháður og með þessa ritgerð og getur fljótt orði umkomulaus þegar hann hefur engan þingflokk til að styðjast við.
Hér hefur viðkvæmt mál verið sett af stað með of miklum asa og í mikla brekku og mér er ómögulegt að sitja kjurr og vil fá gleggri upplýsinga. Eru veiðar án trillukarla einhvert lögmál,útgerðarinnar prívat mál kapítalista, eða hvar þeir geyma auðinn. Manni finst að þetta hafi verið gert að undirlagi einhvers, sá sem er fljótur að setja fram eitthvað svona skjal sem á að sanna að þessi eða hina niðurstöðu sé þjóðhagslega hafkvæmt og spenna svo allt málið og kýla það með hraði í gegn. Svona hefur þetta verið notað, að stoppa almenning af því að talið er að hann viti ekkert í sinn haus.
Það verður gaman að sjá hvernig þessu verður tekið af alvöru ráðherrum í ríkistjórninni. Kýlum bara á þetta og skorum. Eða látum okkur nú sjá?
![]() |
Strandveiðar efnahagsleg sóun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.12.2024 | 09:26 (breytt kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. desember 2024
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 88
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 886
- Frá upphafi: 589085
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 750
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar