Fallega gert í minningu norska sjómansins. Fékk altaf blómsveig á Sjómannadaginn

 Mér finnst alltaf fallegt þegar svona hlutir gerast. Einhver hefur haft köllun til að leggja blómsveiginn á leiði.

Sjómanndagsráð hristi af sér drungan þegar hafist var handa að reisa Minningar Öldurnar við Fossvogs kirkju og hægt var að setja nöfn týndra sjómanna á. Ég er þeim ævinlega þakklátur fyiri að hafa drifið í því. Síðan þá hefur hefur Guðmundur Hallvarsson fv. alþingismaður komið á góðu og fallegu skipulagi að hafa viðburð á sjómannadaginn við Öldurnar sem hefur meitlast í góða og virðulega athöfn. Þar er byrjað að blása fallegt lag í trompet sem hrífur gesti,næst ávarp og bæn prests,síðan er lagður blóma krans  á stein sem er útvörður þessa listaverks. Landhelgisgæslan hefur jafnan  verið með heiðursvörð við athöfnina og jafnan boðið áhöfnum erlendar gæsluskipa að vera með. Þar eru gefnar hoonur sem er svona virðingakveðja líkra hópa og oft herdeilda.

Ég hef verið talsmaður þess að þegar eru obinberar heimsóknir þá sé smart að gefa fulltrúum erlendra ríkja að mæta á staði.

Þetta ber að þakka, allt.

Mér er ómögulegt annað en geta frænda míns við þetta tækifæri, sem var frá Flateyri. Hann heitir Hallgrímur Péturssonar var víða á svæðinu skipstjóri eða stýrimaður, en síðast stýrimaður á l.v. Pétrusey. Hallgrímur lauk fiskimannaprófi frá í Sjómannaskóla Íslands og fórst með Péturseynni þegar Þjóðverjar skutu hana niður við austurströnd Englands í seinni heimstyrjöldinni skipið drekkhlaðið niður af ísuðum fisk.

Hallgrímur var einn af stofnendum Verkalýðsfélags Skjaldar á Flateyri. Hann var stilltur maður og prúður, fastur fyrir, þrekmaður og mannsefni mikið.

Hallgrímur var ókvæntur. Ömmur okkar voru systur Petrína Sigrún Skarphéðinsdóttir og Karítas Skarphéðindóttir.

Amma Kæja var hrifin að því þegar Wellington flugvélar Bandaríkjahers hófu leitarflug á norður Atlandshafi. Þá hurfu kafbátarnir af svæðunum einsog mý á mikjuskán. Amma Kæja og Manús fori voru stofnendur Kommanistadeildar á Ísafirði og þótti það tíðindi þegar kerlingin breytti til að lofa Bandaríkjaher. En næsti bær við þær félagsaðstæður voru sósíalistar. Sem nú eru í framboði til Alþingis á Íslandi.

 


mbl.is Kennsl borin á óþekktan sjómann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband