Dálitla löngun hef ég til að segja frá þessu öndvegisriti sem fjallar um lcesave málið og samningana.
Hér að neðan setjum við upp kaflaskipan að ritinu, svo það verði léttara og fólk geti einhent sér í að lesa ritið og gera sér raunverulega grein fyrir málunum því málið er stórt og margslungið.
1.kafli: Þeir áttu samt ekki Ísland
2.kafli: Í upphafi var minnisblað
3.kafli: Minnihlutastjórn breytir ekki öllu
4.kafli: Samningaviðræður og samningar
5.kafli: Virðing Alþingis - hvað er nú það?
6.kafli: Taka tvö
7.kafli: Taka þrjú
8.kafli: Í niðurstöðum var þetta helst
Tilvísanir, heimildaskrá og nafnaskrá
Icesave voru innlánsreikningar sem Landsbankinn í Bretlandi og Hollandi stofnuðu. Þar voru boðnir háir innlánsvextir og fólk var mjög ánægt með þetta og peningar streymdu inn frá einstaklingum.
"Tær snilld", sagði einhver og kapítalistarnir voru mjög ánægðir að sjá allt þetta fé streyma inn í bankana. Og gátu þá keypt fleiri búðir í Bretlandi. En þá gall við í Davíði Oddssyni, "við borgum ekki skuldir óreiðufólks". Og þá fékk þjóðin kvíða í magann og taldi þetta vera alveg rétt. Til að tryggja þessi innnlán átti hvert land að vera með Tryggingarsjóð innistæðueigenda og þar átti hvert ríki að tryggja ákveðna upphæð, 20þúsund evrur pr. einstakling. En okkar Tryggingarsjóður innistæðueigenda var næstum galtómur.
Jafnvel einstaklingar í þingflokkum voru farnir að gefa í skyn að vandræði væri í uppsiglingu vegna þessa og hugsanlega yrðu flugvélar og skip haldlögð þegar þau kæmu til Bretlands eða Hollands. En í slíkum málum milli þjóða, þá er svokölluð friðarskylda.
Þegar verið er í málastappi er yfirleitt reynt að ná samningum, fremur en að vísa málinu til dómsstólana. Því enginn getur ábyrgst hvað gerist fyrir dómsstólum og því betra að leita samninga fyrst. Það var hugmyndin með þessu samninga makki. Og Svavar Gestsson var skipaður sem formaður nefndar sem átti að leita eftir samningum við Breta og Hollendinga. Í samninganefndinni var valinn maður í hverju rúmi og nefndin fékk lögfræðiaðstoð, erindisbréf og annað sem hún átti rétt á. Þó svo að það hafi kvisast út að Svavar hafi verið skipaður pólítískt og kannski ekki rétti maðurinn í þetta starf, þá reyndist hann vera góður langhlaupari í þessu máli.
Þegar að bankarnir voru einkavæddir, þá voru þeir ekki lengur í forsjá ríkisins. En við Íslendingar höfum litið svo á, að fé sem væri lagt inn í ríkisbanka væri gulltryggt og á ábyrgð ríkisvaldsins. Við einkavæðingu fellur ríkisábyrgðin formleganiður væntalega.
Bretland og Holland stefndu okkur að lokum fyrir EFTA dómstólinn og var Ísland sýknað. Við sigruðum því hvert og eitt í Icesave deilunni og öll saman. Þrotabú Landsbankans gat greitt upp lánið sem Bretar og Hollendingar voru að lána okkur til að greiða eigendum Icesave reikninganna.
Á baksíðu bókarinnar stendur: "Eitt síðasta verkefni Svavars Gestsonar á löngum starfsferli var formennska í embættismannanefnd sem samdi um Icesave-reikningana í Bretlandi og Hollandi eftir bankahrunið á Íslandi. Þeir samningar voru samþykktir á Alþingi og forseti Íslands undirritaði lögin. Bretar og Hollendingar höfnuðu hins vegar niðurstöðu Alþingis og fyrirvörum sem það hafði sett. Í framhaldi voru gerðir nýjir samningar sem samþykktir voru á Alþingi en hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum 2010. Deilur um samningana urðu eldheitar og þar voru stór orð látin falla. Sumt forystufólk á pólitíska sviðinu sá í þeim tækifæri og kynti undir átökin. Í þessari bók rekur Svavar ástandi, eins og það blasti við honum".
Þegar ósköpin gengu yfir, flutti Geir Haarde forsætisráðherra ræðu í sjónvarpinu og í lok ræðunnar bað hann Guð að blessa Ísland,( þetta eilífðar smáblóm með titrandi tár) innan sviga bætir síðuhafi nokkrum orðum úr þjóðsöng Íslendinga við, það er smartara að hans mati.
Sannarlega rættist bænin.
Kaflaskipti tekin úr bókinni með leyfi Guðrúnar Ágústsdóttur.
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2024 | 11:30 (breytt 26.11.2024 kl. 11:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 25. nóvember 2024
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 4
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 882
- Frá upphafi: 589096
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 749
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar