Það var mikið rætt um klæðnað í forseta kosningunum. Kandidatarnir til forseta voru yfirleitt klæddir í dáfögrum fötum. Það var mikið rætt um nýja tísku og þegar Halla Tómasar fór að vefja sig flottum klútum og því haldið fram að það væri ný tíska.
Það er nú kannske ekki hægt að segja að þetta sé eitthvað nýtt. Við sem fórum á þrjú bíó árin 1950-1960 tókum alltaf vel eftir því hvernig kúrekarnir voru klæddir og tókum eftir þessum flottu klútum. Mig minnir að Roy Rogers hafi alltaf verið með rauðan klút.
Aftur á móti voru gagnamenn á Auðkúluheiði oft með klúta í göngum til að verjast sól, ryki og núningi, annars góðan trefil og í anúrrökkum eins og Gænlendingar klæðast. En meginreglan til að mæta misjöfnu veðri er að segja við sjálfan sig, þú hleypur ekki heim eftir fötunum.
Skoðum nú myndina sem fylgir þessari frétt. Á henni eru allir vel klæddir hver með sínum hætti. Frakkar allir í réttri sídd.
Bjarni er fínn á þessari mynd enda kann hann sem íbúi í landinu vel á veðrið. Hvítri skyrtu og dökkt bindi og hnepptri, hlýrri peysu, mátulega þunnri og upp í háls sem og dempar hátíðleikann á bindinu og skyrtunni sem er rétt við þessar aðstæður. Og vera í þessum fína græna regnhelda jakka. Toppurinn eru skórnir, svona góðir gönguskór. Rauðu reimarnar fara vel við gönguskóna og þeir duga vel á fjöll, þó enginn af aðkomumönnum fari á fjöll, þá væri Bjarni ekki í vandræðum með að ganga á Esjuna.
Selenensky er í sínum hefðbundnu fötum til að minna á við hvaða aðstæður hann býr og hans fólk. Svona klæðnaði var Fidel Castró, Che Guevara og þeir aðrir skæruliðar þeim tengdir.
Eitt vantar á klæðnaði þessara manna, eitthvað sem minnir á frið. Það væri hægt að gera merki alþjóðlegt hvítt sem minnir á frið, því það er aðalatriðið. Oft er á búningum stétta svo sem, skipstjóra, lögreglustjóra eða yfirmanna alskonar. Þeir hafa strípur á öxlum og ermum til að þeir séu þekkjanlegir frá almenningi og lýsir hvað stöðu þeir gegna.
Ég legg til hvítan skúf í peysu eins og stendur í kvæðinu eða kögur á öxlum. Allt hvítt til að minna á friðinn sem við þurfum svo sannarlega á að halda.
Þá mætti vel láta gera barmmerki sem væri á hendi hinna Sameinuðu þjóða og almenningur mætti bera.
Kuldahrollur á Þingvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.10.2024 | 21:13 (breytt 29.10.2024 kl. 20:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 28. október 2024
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Hörður B Hjartarson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Jón Páll Jakobsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kristján Hilmarsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Lilja Skaftadóttir
- Sigríður B Svavarsdóttir
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Sigurjón Þórðarson
- Sumarliði Einar Daðason
- Valdimar Samúelsson
- au
- cakedecoideas
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Guðjón E. Hreinberg
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 159
- Sl. sólarhring: 285
- Sl. viku: 726
- Frá upphafi: 565676
Annað
- Innlit í dag: 154
- Innlit sl. viku: 591
- Gestir í dag: 153
- IP-tölur í dag: 152
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar