Grindavík er í raun eins og hættulegt jarðsprengju svæð.

Mágkona mín í Grindavík sagði mér að hún hafi farið að skoða húsið sitt sem er að sjá óskemmt, en ég vogaði mér ekki að fara úti garð Steini.

Það var viturlegt.

Það væri nú gott til umhugsunar að fá umsögn einhvers verkfræðings eða gatnagerðarmanna/ vegavinnumanna, um það hvað gerist, við að nota loftþjöppuvél á ósignum. jarðveg.

Í rauninni þyrfti að fara í að gera raunhæft mat á því hvar í Grindavík séu jarðvegsigstaðir og kortleggja svæðið, auglýsa það og hafa slík kort uppi á sem flestum stöðum.

Þessar aðstæður eru ömurlegar fyrir bæjarbúa og því augljóslega hættulegt að vera  einn á ferðinni. Maður talar nú ekki um ferðalög í náttmyrkri.

Hvaða gerist með vatn sem gæti verið hingað og þangað undir Grindavík, étur það sig ekki upp í lausan jarðveg? Það eru augljóslega helst að jarðfræðingar gætu helst svarað slíkum spurningum.

Til eru aðferðir sem Orkustofnun hefur þróað til að leita að heitu vatni Þar hafa komið að verki færustu vísindamenn okkar. Þetta eru einhverskonar viðnámsmælingar og hafa verið þróaðar um langan tíma. Væri hægt að notast við eitthvað slíkt?

Það er engum greiði gerður að þetta flókna ástand sé ekki rætt til niðurstöðu. Þess vegna leyfi ég mér að fjalla um ástandið þó það sé viðkæmt að ræða það. Það er betra að vita hlutina en vita þá ekki.

Oft hafa göngumenn til fjalla þurft að fara yfir gil þar sem lækur rennur undir. Oft eru yfir slíkum giljum snjóbrýr og varasamt að fara yfir þær nema með ýtrustu varúð. Þær geta fyrirvaralaust hrunið við hinn minnsta titring eða þung.

Amen eftir efninu.


mbl.is „Veit í raun enginn hvað gerist inni á þessu svæði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband