Húnavallaleið um Ása, forarmýrar og flóar. Stefnir í 3 brýr á Blöndu í byggð, ein 70 ára og lítið viðhald

Ég ók Kjalveg fyrir nokkrum árum. Hann var hryllingur frá bundna slitlaginu fyrir neðan Bláfellháls og langleiðina að Seyðisá. Ég hélt að ég kæmi með bílinn í skrúfuboxi til byggða og hurðir og bretti á reiðinghestum. Sá upp ýttri möl við Hvítá nálægt Hvítárvatn, sem sem hefur átt að nota í sem ofaníburð og laga veginn að sunnanverðu. Tók ekki eftir hvort efnið var unnið. Stundum þíðir ekkert að nota ármöl úr jökulám sem ofaníburð nema ef um mýrar er að ræða Það er lítill bindingur á slíku efni. Húnavallaleiðin er sett um flóa og mýrar í Reykja og Orrastaðalandi alveg botnlausar mýrar og nú eru Íslendingar búnir að læra að leggja vegi, sem sést á vegagerð milli Hveragerðis og Selfoss. Vegi þarf að að setja á fast. Venjan hefur verið sú hjá okkur að grafa skurði sitthvoru meginn við fyrirhugað vegstæði ýta ruðningunum út og sáldra svo yfir með malarlagi. Svona hefur vegagerð þróast allan lýðveldistímann. Orsökinn er fjármagsskortur og fátækt, en sterkur  vilji til að koma vegum áleiðis til allra eða flestra þéttbýlisstaða. Nú er að verða móðins að stytta leiðir og fara með veginn jafnvel framhjá þéttbýli. Svo er reiknað og reiknað  hver ábatinn er hver styttingin er og marfaldað og  reikna og sagt þetta er hagkvæmnin en aldrei gerð grein fyrir útkomunni og hún sýnd í tölum. Það þarf brú á Blöndu hjá Fagranesi eitthvað kostar hún og ekki gengur að fækka einbreiðum brúm en gaufað í tiltölulega óþörfum verkefnu sem eru ekki sérstakalega brýn. Þá eru komnar 3 brýr á Blöndu í byggð. Blöndubrú fremri er að skemmast vegna viðhaldsleysi. Það gerist þannig að sprungur koma í turnan vatn sest í sprungurnar og frýs þar og heldur áfram að minnka burðargetu brúarinnar ( hengibrú ). Vissulega er það hagur að geta farið aðra leið en Langadalin ytri, þar sem oft er vont skyggni í norðanhríð. Það rétt sem  sagt er, Svínvetnigabraut dekkar þetta atriði því það er hægara veður á Svínvetningabraut um Blöndudalsmynni.

Er ekki hægt að halda Kjalvegi við svo hann verði sæmilega akfær góðan hluta ársins? Væri það ekki best fyrir Akureyringa? Laga Svínvetningabraut og gera við múrskemmdir á Blöndubrú 70ára og mála hana og gera hana sæmilega upp. Sandblása járnbita og laga rekkverk og dytta að? Það er allt í lagi að nota fé í viðhald heldur en vera kíkja á einhverja spotta hér og þar sem skipta ekki verulega máli. Það er rétt sem menn segja, að þjóðvegur 1 er megin leið og sem betur fer í sæmilegu ástandi sá hluti sem nú á að leggja til hliðar og nota minna sem tengingu milli þorpa og þéðttbýlis. Það væri gaman ef Kjalvegur yrði ögn skárri og þá er ekki verið að tala um uppbyggðan veg nema einstaka drag. Tiltölulega ódýrt að laga veginn við Bláfellsháls. Efni á staðnum og 1 - 2 jarðýtur að ýta upp vegi.

Ég minni á að Svínhreppingar lögðu Kjalveg frá afréttargirðingu og framm að Hveravöllu nærri því, ((og þar hefur veri meira lagt í vegna Blönduvirkjunar (bætur)) með jarðýtuhorni sem Búnaðarfélag Svínavatns átti og þar var Már Pétursson ýtustjóri. Þeir sem stikuð leiðina og voru með þetta allt í höfðinu voru Steingrímur Davíðsson skólastjóri og vegamálaséní á Blönduósi og Sigurjón gangnastjóri á Auðkúluheiði, bóndi á Rútsstöðum og Þormóður Pétursson búfræðingur og vegavinnuverkstjóri á Blönduósi, sem þekktu vel til. Það er heillandi að rifja svona upp og bera það saman við samtíman og hvernig hann virkar og ekki hikað við að skera góðar bújarðir í tvennt sem er ekki brýn nauðsyn að mínu mati.

Höfundur þekkir mjög vel, leiðir, veður og snjóalög í Austur-Húnavatnssýslu þeirri gömlu, nú Húnabygg.

Þessi texti kom fyrst fram áfacebooksíðu Péturs Arnars Péturssonar. en var svo endurritaður og birtur á bloggi Þorsteins H.

 


Bloggfærslur 4. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband