Efling gaf verkalýðshreyfingunni framhaldslíf

Fór og fékk mér Kaffi og kleinur hjá Samfylkingunni í dag eftir að hafa tekið þátt í hátíðarhöldum dagsins.

1. Það var mikið talað um samstöðu í kaffinu og voru nokkrir ræðumenn sem fóru í ræðustól í lokaðri mælendaskrá. Samstaða um hvað? Mér var kennt það af móður minni að skrifa aldrei undir eitthvað sem ég vissi ekki hvað þýddi.

Eins var það með liðna launabaráttu Tekið var eftir því að sumir foringjar drifu sig í því að undirrita samninga án sérstakrar samstöð við 42000 manna félag Elfingu. Það hefur verið deilt á Eflingu bæði í orði og borði fyrir að skrifa ekki undir  handónýta sáttatilögu ríkissáttasemjara við einkar kjarklausa verkalýðsforingja, sem eru þó að skána eftir að þeim hafi verið sagt til í verkalýðsfræðum með framagöngu Eflingarfélaga í beinni sýningu.

Efling gaf verkalýðshreyfingunni framhaldslíf með því að láta skerast í odda á vettvangi launabaráttunnar við einkar dapra sáttatillögu, sem borinn var fram af sáttasemjara ríkisins á 3 mínútu samráðsfundi. Ekkert kom fram markvert frá ríkisvaldinu um einhverjar ráðstafanir til að létta launafólkið lífið. Það var dapurlegt, með gamlan baráttuarm verkalýsins frá fornufari í ríkistjórn, það ég tel. Það var dapurt að horfa á það. En kaffið og kleinurnar voru góðar hjá Samfylkingunni.

2. Svo var minnst á inngöngu í Evrópusambandið eins og venja er til á höfuðbólinu. Það er merkilegt að hlusta á Nallan sungin, sem fyllir fólk baráttuhug. Þar er talað um að tengja strönd við strönd. Það þarf að rannsaka það með hvað hætti það ætti að takast og hvort þetta teljist bein fyrirmæli.

3. Rauðum fánum var flaggað við innganginn á Kornhlöðunni þar sem kaffið var drukkið.Mér er orðið illa við þennan rauða lit sem minnir mann á roðan í austri sem ekkert er nema tálsýn, sem nú um sinn er blóðugur vígvöllur. Það kemur lítið ganglegt úr þeirri áttinni og engar kenningar sem koma að gagni svo sennilega er best að hver fari eftir sínu nefi til að fara eftir.


mbl.is Stjórnvöld dýpki verðbólguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband