Verkalýðsforingjar draga nú upp stefnueyðublöð.

Í gamladaga þegar pening vantaði dróg fólk upp víxileyðublöð og fékk einhvern  til að skrifa á blaðið svo hægt væri að fara í bankan og fá lán.

Nú eru verkalýðsforingjar að uppgötva að stoðir ríkisvaldsins eru þrjár, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Foringjarnir eru búnir að læra af Sólveigu Önnu að það er grá upplagt að fara í mál og laða fram titring hjá atvinnurekendum.

Þeir verða svo sem ekki hræddir því þeir eiga peninga og öryggi, sem launamenn eiga lítið af, en aðeins meir af hugsjónum um betra og jafnara þjóðfélag, en eru ekki hræddir því hugrekkið býr í brjóstum fólks.

Engin veit hvernig mál fara fyrir dómstólum og erfitt að spá um það. Dómarar eru í skikkjum og sem betur fer er covid búið og dómarar ekki með grímur því þá hefði farið í verra.

Mikilvægt er að launamenn geri sig gildandi á vettvangi stjórnmála og aðhafist eitthvað, sér í lagi þegar allskonar er í gangi, fasteignaverð hækkar, fólk er að lenda í vandræðum með kaupin á húsnæðinu sem á að nota fyrir fjölskylduna og að þurfa ekki að vera í leigu hjá okrurum sem foringjar framkvæmda og löggjafarvaalds gera ekki nóg til að stjórna sæmilega.

Þess vegna þarf að efna til málþings eimitt núna þegar járnið er heitt, útifunda og svoleiðis og spyrja hvellum rómi, óþægilegra spurninga hver eig að borga víXilinn og gjaldþrotinn. Eða á þetta kerfi, að grilla á kvöldin og græða á daginn að halda áfram að lifa, í þeirri mynd sem það birtist almenningi dags daglega.


mbl.is ASÍ stefnir SA vegna verkbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband