Merkisatburður hjá Fréttablaðinu?

Fréttablaðið færir mér þær fréttir í dálkinum merkisatburður árið 1959 og dagurinn er 18.febrúar 1959 og segir frá því að: Vitaskipið Hermóður hafi farist við Reykjanes með 12 manna áhöfn.

Ég hef aldrei lært það að sorgaratburður sé merkisatburður og fór í orðabók. Þar finnst orðið ekki, en orð á næsta bæ merkisdagur =  merkilegur dagur, t.d. hátíðis, eða afmælisdagur. Nú getur verið að þetta sé rétt hjá Fréttablaðinu að það sé hægt að hártoga þetta á þennan stað. Aðstandendur þess fólks sem átti ættingja þarna þeim finnst heldur erfitt að upplifa að frétt um sorgaratburð sé orðin merkisatburður. 

Birgir GunnarssonBróðir minn, þessi ungi maður fór niður með Hermóði. Hann var fallegur og heldur áfram að vera það í hugum okkar, Birgir Gunnarsson, matsveinn á Hermóði. Það getur tekið fólk yfir 50 ár að jafna sig á svona slysi og eftir 50 ár héldum við minningarathöfn um  Birgir, þar sem Þuríður Sigurðardóttir frá Laugarnesi söng, en Birgir hafði bjargað henni frá drukknun en drukknaði svo sjálfur við Reykjanes.

Okkur systkinunum þótti alltaf sérkennilegt að Íslendingar bæru ekki meiri virðingu fyrir sögu sinni og sjómönnum sem höfðu drukknað að hvergi væri hægt að sjá minnismerki t.d. í Fossvogskirkjugarði, en þar væri hægt að sjá minnismerki um erlenda sjómenn sem hefðu farist við Íslandsstrendur. Úti á landi eru minnismerki um staðbundnar áhafnir en hér á höfuðborgarsvæðinu voru engin minnismerki.  

Við ákváðum að vinna  í þessu sjálf og fengum Sjómannadagsráð í lið með okkur en formaður þess var Guðmundur Hallvarðsson. Hann dreif þetta mál áfram með aðstoð Kirkjugarða Reykjavikur Fossvogskirkju. Þar standa nú minningaröldur sjómanna. Það var sorgar en jafnframt gleðidagur þegar Minningaröldurnar voru komnar upp og voru vígðar við hátíðlega athöfn. Síðan þá er athöfn á hverjum sjómannadegi við öldurnar.  

imagesÞað var undrunarefni að sjá hvernig hver skipshöfnin af annarri hafði raðast upp á minningaröldurnar, þó ekkert kerfi hafi í raun komið þar nærri eða fjármagnað það starf. Sjálfssprottið Það var mikil þörf fyrir minningaröldurnar og þjóðarsálin kom svo sannarlega að þessu.

Hægt er að goggla grein eftir Þorstein H. Gunnarsson sem heitir Minningaröldur Sjómannadagsráðs um drukknaða sjómenn Mbl.


Bloggfærslur 19. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband