Sumir líkjast öðrum en allir líkjast sjálfum sér

Borgararnir verða að þola yfirvöldum að sinna sínu lögboðna hlutverki, þar með talin lögreglu og sérsveit svo framarlega sem þeir starfi innan valdheimilda sinna. Sérsveitin er kölluð á vettvang til athuga hvort hugsanlegur nýstrokinn hættulegur fangi, sé í Strætó. Sérsveitin getur ekki gert það öðruvísi en ganga úr skugga hvort téður maður sé inn í strætó. Bílstjórinn vitnar um að sérsveitarmenn hafi gengið um vettvang með varúð og af drenglyndi og væntanlega beðið við komandi um skilríki til að sanna hver hann er. Þá kemur í ljós að hann er líkur sjálfum sér og er hann sjálfur en ekki einhver annar sem grunur hefð verið upp. Málið búið á viðkomandi vettvangi, en leitin heldur áfram. Það er ekkert tilefni til að vera með einhver læti út af þessu. Þakka frekar fyrir að við höfum skjól af sérsveitinni, en þurfum ekki að sofa með rifilinn  við rúmstokkinn. En tíðarandin bíður upp á læti og hamagang og allt er tortryggt sem gert er. Grettir Ásmundsson frægasti sakamaður á Íslandi frá Bjargi í Miðfirði, þurfti að leynast og reið um sveitir með stakk einn yfir sér og gat þannig komist leiðar sinnar, án tafa. En nú getur dæmið snúist við og aðstæðnana vegna er leitða í Strætó, vegna þessa að farþegi var líkur fanga sem gekk laus. Ég geri engar athugasemdir við þessa aðgerð. En þar sem við búum í yndislegu landi með lýðræði og frelsi, hefur Logi Petro Stefánsson fullan rétt á að gera athugasemd án þess að vera skotinn eða tekinn fastur. Svona virkar þetta á Íslandi.


mbl.is Segir aðgerðir sérsveitarinnar óásættanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband