Að vaxa út úr umhverfi sínu (Umhverfispunktur)

Maðurinn er oft að vaxa út úr umhverfi sínu með hafurtask sitt, sem ég kalla svo.

Þetta á oft  við þegar menn eru að glíma við hagfræðilegar lausnir og stækka hlutina til að gera vöru ódýrari. Þetta getur vitanlega gengið þegar aðstæður skapast fyrir slíku. Þarna er reynt að troða svaka stóru skipi í gegn um Suesskurðinn. Ég veit svo sem ekkert hvað skipið er þungt eða hvað það ristir, en það er með svakalega marga gáma til að gera flutnigskosnaðinn ódýri pr. einingu.

Svo er spurning um stjórn skurðarins og reglur.

Ég hef tvisar siglt um Kílarskurð. Það er dásamlegt og er einna skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið. Það var lögð áhersla á að halda eins miklum hrað eins og hægt var til að  halda stefnu skipsins réttri og að menn gætu ráðið við  stjórn skipsins. Landið var fagurt og frítt og á bakkanum voru skjöldóttar kýr og umhverfið vafið gróðri og mikil bændamenning. Menn urðu að vanda sig og vera ekki að glápa í land, þá væri viðbúið að skipið lenti upp í bakkanum, þó það væri ekki stórt. Það var fínt að fara þarna í gegn. Mig minnir að þurft hafi að setja skipið í dokk til að lyfta því. Hæðarmunur var á upphafspunkti og lokapunkti. Það gætti ekki munar flóðs og fjöru.

Í Súess gætir náttúrulegra sjávarfalla, eins og ég skil málið. Það léttir björgunarstarfið.

Dráttarbátunum í Súess tókst illa að hreyfa skipið og það virtist vera mikið í eðju við bakkann. Svo komu fréttir um að ekki væri ráðlagt að toga með miklu afli  eða ógætilega í skipið ,það þyldi það ef til vill ekki og gæti ef til vill eitthvað gliðnað eða brostið. Best hefði verið að hægt hefði verið að halda því við bakkan og hleypa  minni skipum  í gegn.

Stór skip: Það er verra ef þeim hlekkist á, skaðinn verur meiri við slík sjóslys. Olíuskipin eru orðin risastór og valda því meira tjóni á lífríki ef þeim hlekkist á. Svona er þetta á þeim sviðum þegar maðurinn fer ógætilega með stækkun þegar verið er að gæla við einhver hagfræði prógrömm.

Eitt sinn fóru menn að nota haugsugur í landbúnaði voru þær örsmár miðað við það sem þær eru núna. Í Svíþjóð voru menn að prófa þetta þá kom í ljós að koligerlar í skurðum,lækjum og vötnum jókst svakalega, því dreyfingin var svo mikil og húsdýraeðjan var eingöngu á yfirboði í mikilli upplaus. Þannig að menn fóru að hugsa aðrar aðferðir svo sem að reyna fella mykjuna niður með plógi eða skera og dæla henni niður. Þetta virkaði þannig að sárð var eins og graftrarkýli og gubbaðist upp úr jarðveginum í sárinu og samlagaðis ekki moldinni. Þetta varð sár höfuðverkur hjá bændum.

Verra er að missa stór bú hvort sem þau eru kúabú eða annarskonar húsdýrahald. Skaðinn er alltaf erfiðari ef sjúkdómar herja á og krafan um förgum alls bústofns verður, því dýrara þegar þarf að farga stórum búum en smærri.

Því er ekki sjálfgefið að hagfræðin virki alltaf þegar fara á að hagræða í þágu stærðarinnar.

Svo er það spurnig að þetta sé einhver flétta hjá Kínverjum, til að gera mönnum ljóst að ýmsu er hægt að beita til að raska siglingaleiðum og gelda ákveðin svæði tímabundið. Hvað veit maður?


mbl.is Fagnar árangri í Súez-skurðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband