Hjátrú, óvættir og hindurvitni.

Það er ekki óeðlilegt að þjóð sem hefur alist upp við svona atburði sé ef til vill öðru vísi en aðrar þjóðir.

Það er nú ekkert grín að verða vitni af því að jörðin opnist kannske jafn vel í miklu návígi. Það má ekki gleyma því að forfeður okkar voru ekki með þessa þekkingu  sem nú er til, að skilja hvað væri að gerast. Auðvitða var anskotinn þarna að verki og menn höfðu gert eitthvað af sér.

Svo hraunið sem myndast og verður til, að allskonar fígúruverki, þannig að hægt var að sjá tröll og óvættir í landslaginu.

Nú verður helsta verkefni almannavarna að missa ekki fólkið of nálægt eldsupptökunum. Það er auðvelt að fara sér að voða þarna. Drónar munu týnast og laskast og margt getur gerst.

Ef til vill er svæðið sem hraunið  kemur upp það ákjósanlegasta svæðið á Reykjanesi og ágætt að tappa þrýstingi þarna af.

Nú er ég ekki jarðfræðingur, en alla þessa dyngjur og toppa eru ekki léttust og auðveldustu leiðirnar þar í gegn, efni léttur vikur og hraun sem ekki hefur orðið að harðri hellu?

Það má segja að þetta sé upplagt túristagos og best að steikja covit þarna.


mbl.is „Pínulítið gos“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband