Einhversstaðar heyrði ég að Birgir vildi að hinir 2 þingmenn Miðflokksins komi á eftir í Sjálfstæðisflokkinn og látið liggja að því að þá væri kominn 32 þingmenn xD, xB og xM sem væri meirihluti.
Ætli þetta sé ekki einhvert trix til að ná eitthvað betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum sem nú standa yfir. Það að vera taka við svona hlaupurum úr öðrum flokkum getur verið tvíeggjað og varasamt, þarna er kominn aðili inn á gafl sem fær að vita hvað er að gerast hjá xD og gæti svo skyndilega hlaupið með alla vitneskju frá xD og allir þingmenn orðið ringlaðir og reiðir og gætuð kennt formanninum um allta saman. Þetta er allt saman að verða eitthvað lummulegt, en á meðan ég man:
Væri ekki rétt að kalla eftir svona 3-5 lagaálitum frá frómum valinnkunnum sæmdarmönnum í lögmannastétt um talningarklúðrið. Vitaskuld eru Birgir Ármansson og Vilhjálmur prýðilegir lögmenn, en menn geta orðið trekktir og nervösir þegar þetta bætist við. Auk þess að slík laga álit gætu vísað leiðina. Sumir segja þá að svona lagaálit séu keypt, en ég held að staða lagaálita sé nokkuð sterk og þau vel unnin samkvæmt ákeðinni aðferðafræði í lögfæðinni. Ég mundi ætla að það væri sjálfsögð kurteisi við kjósendur að fara þannig í málin og hætt er við að svona upphlaup geti truflað vinnu þessara Undirbúning-kjörbréfanefnd sem ég finn engan lagatexta um í kosningalögum.
Ég held að Karl Gauti sé með fullu viti að kalla eftir lögreglurannsókn á þessu talningarmáli.
Ég sá einhverja talningarkassa þegar verið var að afferma lögreglubíl í aðdraganda talningarinnar í Borgarnesi.
Mér sýndist þetta vera kassar undan mandarínum?
Að vísu var ég ekki á staðnum en sá þetta svona í sjónvarpsskoti. Svo voru nú myndirnar sem birtust af herberginu á Hótel Borgarnesi ekki traustvekjandi. Var ekki fremsti kassinn galopinn og gæti hafa verið galtómur og tiltektarfólk í hreingerningum hafi hent innihaldinu út í gám. Hver veit þetta?
Í þeim frjálsu félögum sem ég hef verið í, að ef greidd eru atkvæði skriflega, kallar fundarstjóri eftir manni utan úr sal að vera vitni að talningunni og vita hvert sá sem tekur miðann og les upp, les rétt og sá rífur litla rauf í miðann um leið og þá er allt öruggt. Þetta sem er að gerast þarna er ekki boðlegt í okkar lýðveldi.
![]() |
Sorglegt að hugsa til fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.10.2021 | 13:34 (breytt kl. 19:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 9. október 2021
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 9
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 624
- Frá upphafi: 600459
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar