Fálki slær álft niður

Eitt sinn vorum við fjórir félagar á ferðalagi þar sem heiti fram á milli vatna, þ.e.r. Friðmundarvatna á Kúluheiði. Þar kemur álftahópur fljúgnadi yfir og var ein álftin seinni en hópurinn og gat ekki fylgt honum eftir. Kemur þá ekki fálki á miklum hraða og slær álftina  og vegur svo að henni að henni fatast flugið og svifur niður og lendir á Austar-Friðmundarvatni, það var á ís. Fálkinn settist á vatnsbakkan og hreyfði sig ekki. Álftin var ekki dauð en hélt kyrru fyrir. Hún hefur sennilega verið veik eða gömul.Við gerðum okkur í hugarlund að fálkinn treysti sér ekki að ráðast á álftina en biði þar til hún dræpist. Þetta atvik var ótrúlegt og ég hef ekki vitða til þess að fálki hafi ráðist á svona stóran fugl. Við sáum þetta mjög greinilega en þetta gerðis hratt.


mbl.is „Eins og hann ríkti yfir öllu svæðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband