Einstakur snillingur Baltasar Samper. Fer vel með Vatnsdælinga.

Í Vatnsdælasögu er greint frá því að Norðmenn hafi komið hingað upp frá Raumsdal í Noregi og finna Vatnsdal og nema þar land og er til af því dálítil saga. Raumsdalur er falleg sveit með góðri siglingaleið út á haf.

Baltasar Samper hafði augljóslega grandskoðað söguna þegar hann málaði fresku af atburðum úr Vatnsdælu upp á vegg í Grunnskólanum að Húnavöllum.

Það var einstaklega gaman að fylgjast með því hvernig verkið varð til og þegar það var fullmótað, hvað það var skemmtilegt að geta fylgt söguþræðinum. Hver þáttur eða atvik er málað sem sér mynd sem verður svo að einni heildarsamfellu og sögu.

Baltasar hafði mjög gaman að tilsvari Þorsteins á Hofi þegar hann frétti af því að Víðdælingar væru á leið inn í Vatnsdal til að drepa hann eftir brúðkaup hríðarveður málaferli og níðstöng.

Þorsteinn fór með mannskap á móti Víðdælingum og hafði orð fyrir Vatnsdælingum og spurði um erindi í dalinn. Því svarar Finnbogi rammi: "Oft eru smá erindi um sveitir".

Þetta þótti Baltasar gott svar og hló mikið að því.

Baltasar er frumkvöðull í því að koma sögu okkar í listform málaralistarinnar.

Mest hefur verið málað landslag, gróður og sjórinn og er það ágætt, en verður meiri breidd þegar farið er að setja söguna í svona form og liti.

Ég hef bent hótelhaldara á Húnavöllum á að það vanti að setja úrdrátt úr Vatnsdælu við þessar myndir til að ókunnir geti haldið söguþræði. Má vel vera að það sé búið en ef ekki þá er það tímabært núna.

Hafðu þökk Baltasar fyrir áhuga þinn á Vatnsdælu og öll skemmtilegheitin við sköpun þessa listaverks.


mbl.is „Engin leið út úr þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband