Merkingar byrja 2 km í aðdragandi að vegaframkvæmdum í Bandaríkjunum.

Bloggari hefur ekið svolítið í U.S.A.

Við hjónin kviðum mjög fyrir því að aka þarna. Vorum svo heppinn að taka bílaleigubíl rétt við eina stofnbrautina og vorum búin að fara í vettvangskönnun og athuga  hvernig allt virkaði og sigta hvar við gætum komist út á akstursbrautina og hvort við mundu lifa þetta af. Hraðinn er jafn og mikill, svo við létu vaða á stað.

Það fyrsta sem maður tók eftir á þjóðvegum var hve allt var vel merkt. Fyrst kemur merking þegar ökumaður á eftir 2 km áður en framkvæmdir byrja. Texti um það. Síðan er ökumaðurinn stöðugt minntur á þetta og krafa gerð um kerfisbundna lækkun á hraða.

Svo er öll umgjörð framkvæmdanna mjög vel merkt með ljósum o. þ.h. Þetta vakti athygli mína og var sómi að þessu.

Hér er þessu öðruvísi háttað. Virðist verktakanum í sjálfsvald sett hvernig hann hefur þetta. Hef svo sem ekki kynnt mér lög og reglugerðir um hvernig þetta á að vera.

Eitt sinn var ég við störf mín í Reykjavíkurborg og ek ofan í einhvern umbúnað sem átti að heita framkvæmdir.

Fyrst koma plastkeila, beygluð, svo létt, að hún hefði fokið í snarpri vindkviðu. Þá ók ég raunverulega ofan í framkvæmdirnar og þessi plastkeila var það fyrsta sem aðvaraði mig.

Engin texti um hvað væri verið að gera þarna og hverju maður ætti von á. Rétt eins og ritmálið hefði ekki verið fundið upp.

50 meturm seinna sá ég höfuð á manni ofan í brunni. Höfuðið eitt stóð upp úr. Brunnurinn var í miðjunni og akreinar sitthvoru meginn, þannig að maðurinn slapp alltaf og hefða vitaskuld getað beygt sig ef bíll hefði stefnt á hann. Þetta var allt of sumt.

Vinnubrögðin á verkinu sem um er rætt í þessari frétt er sérstakur kafli, sem Vegagerðin er að rannsaka.


mbl.is Yfirlögn á malbiki uppfyllti ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband