50 ár síðan 9 búfræðikandídatar útskrifuðust úr Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri árið 1970

2014-07-10 15.40.38Það er langur gangur og oft örðugur að fara frá fullorðinsskólaprófborði í farskóla í sveit og heyja sér menntun í búfræði. Verkefnið við þessa menntun er að maður verður að vita allt, skilja allt og geta allt og geta ráðlagt öllum eitthvað.

Byrja verður að ná einhverri almennri undirstöðu, með landsprófi eða stúdentsprófi. Svo þarf að fara í bændaskóla, annaðhvort að Hólum eða Hvanneyri og ná þar 1. einkunn á búfræðiprófi til að komast áfram í Framhaldsdeildina á Hvanneyri. En hún var sett á stofn árið 1947 og miðaðist mikið við það að útskrifa menn sem mikil þörf var á, í sveitum landsins að leiðbeina um nýjungar og þróun býlanna, húsakost, imagesjarðrækt, framræslu og vinnslu lands undir framtíðartún, nýjungar í véltækni hverskonar og svo búfjárrækt. Koma á sýningarhaldi, sæðingum til kynbóta og skýrsluhaldi. Leggja drög að hrossaræktinni og fleira og fleira. Kortleggja tún og taka út jarðabætur, aðstoða bændur við líflambaval og taka hey- og jarðvegssýni. Héraðsráðunautar heita þessir menn sem gegna þessum störfum og sá Framhaldsdeildin um að mennta menn í þau störf að mestu auk þess sem menn fóru til erlendra háskóla og var þá mikið farið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og svo Hvanneyri ág.2008 019Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi og svo fleiri og fleiri háskóla á Norðurlöndum og Evrópu. Vestur um haf fóru menn til Ameríku og lærðu. Auðvitað var allt þetta ráðunautastarf unnið undir stjórn Búnaðarfélags Íslands og seinna Bændasamtaka Íslands sem höfðu landsráðunauta og að mestu leyti á ábyrgð þeirra félagasamtaka og Búnaðarsambanda heima í héraði, og ráðandi stjórnmálaafla hverju sinni.

Búfræðikandídatarnir níu sem nú eiga 50 ára útskriftarafmæli útskrifuðust 1970, árið sem Hekla gaus. Þeir voru fyrstu nemendur sem höfðu fasta vist í nýja skólanum og þess vegna hægt að kalla þá frumbýlinga nýja skólans. Þeir gegndu fjölbreyttum störfum í sveitum landsins og við landbúnað þjóðarinnar. Nú skulum við rifja upp störfin almennt en nefnum engin nöfn Í bili:

IMG_1913Kennarar við bændaskólana og víðar í skólum, héraðsráðunautar, bóndi, sæðingarmaður, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, prófessor, ráðunautur í loðdýrarækt, tamninga- og hestamenn, tilraunamaður á Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, ráðsmaður á Hvanneyri og frumkvöðull um sútun skinna og rannsóknir því tengdu.

Það er engum vafa undirorpið að þessi menntun hefur gert mikið gagn. Ásjóna íslenskra sveita væri ekki sú sem hún er núna ef þessarar menntunar Framhaldsdeildarinnar hafi ekki almennt notið við. Kandídatarnir níu gátu kallað sig frumbýlinga, Vormenn Íslands, voru virtir og góðgjarnir, verkhyggnir og almennt góðir námsmenn  og hafa haft góð samskipti við bændur og fóru eftir reglum í hvívetna. Þeir þakka bændum fyrir samvinnuna og samstarf.

Kandídatarnir átta, einn er fallinn frá, koma saman á Hvanneyri með spúsum sínum og gera sér glaðan dag. Afhenda Hvanneyrastað níu birkiplöntur sérvaldar og traustar, það er til að bæta loftgæði. Tréin eru afhent til minningar um ánægjulega og eftirminnilega námsdvöl.

IMG_1914Nöfn kandidatanna sem stóðu að þessari gjöf eru:

Árni Snæbjörnsson, Guðmundur Páll Steindórsson, Sigurður Karl Bjarnason, Ríkharð Brynjólfsson, Jón Atli Gunnlaugsson, Tryggvi Eiríksson, Þorvaldur Guðbjörn Ágústsson, Sigurjón Sveinn Jónsson Bláfeld (látinn) og Þorsteinn Hallgrímur Gunnarsson

 

2015-08-30 13.42.13Heimild: Íslenskir búfræðikandídatar, höfundur Guðmundur Jónsson. Útgefandi: Félag íslenskra búfræðikandídata 1985 önnur útgáfa. Búvélasafnið á Hvanneyri 2 myndir.Aðrar myndir á bloggari þessara síðu.


Bloggfærslur 26. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband