Á að loka fjallvegum eða missa vald á aðstæðum?

IMG_2286Hér áður fyrr var Vegagerðin nokkrum sinnum að auglýsa að Holtavörðuheið væri ófær. Oft var það að menn tóku ekkert mark á þessu og  brutust yfir, stundu við illan leik. Það þótti hraustleikamerki. En þá voru allir með skóflu og spotta og oft með keðjur í skottinu. Oft var það þannig í pottin búið, að skyggni virtist gott yfir heiðina spáin ekki sem verst. 

Auðvitað var vegargerðarmönnum illa við að bílar væru skildir eftir í köntunum og væru fyrir þegar Holtavörðuheiðarjarlinn, Gunnar í Hrútatungu,kom að moka.

IMG_1794Nú er að festast í sessi að hættulegum fjallvegum og leiðum er lokað með slá. Kemur það einkum til vegna þess að óvanir útlendingar eru að ferðast við aðstæður sem þeir kunna ekkert á og ráða ekki við þær, rangla ef til vill frá bílnum eða innfæddir á blankskóm og þá er dauðinn vís.

Lokanir er nauðsynleg ráðsöfun til að yfirvöld hafi fullt vald á aðsæðum og getir ráðið við það verkefni að stjórna umferðinni.

IMG_1791Almennt eru menna að verða fylgjandi þessu held ég, nema þá í einstaka tilfellum að menn á stórum jeppum finnst sér misboðið.

 


mbl.is Snarpar hviður og mögulegar vegalokanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband