Ósköp er það bágt að verða vitni að svona vinnubrögðum. Neita að afhenda dagbókina sem er grundvallarplagg og halda að menn komist upp með það. Endalaus viðspyrna.
Sko Svartidauði drap fólk umvörpum. Þessa veiru þekkjum við ekki svo gjörla. Þess vegna ber að haga sér í samræmi við það.
Í þessu kapitalska kerfi er hægt að sýna skipstjóanum samúð hafi útgerðin lagst á hann að fara ekki í land vegna þess að það væri svo dýrt. Það er ætið skipstjórin sem ræður. Skipstjóri getur allt um borð. Hann hefur alræðisvald. Hann ræður öllu. En hann er bundin af lögum eins og allir íbúr þessa lands.
En auðvitað er hann að lenda í þröngri stöðu og er að mínu mati í að lenda í fljótfærnislegti stöðu. Það þarf að upplýsa hvort skipstjóra hafi verið skipað að fara ekki í land. Ef þetta er eitthvað í þá áttina og þetta verður að þróun í þessu fiskveiðistjórnunarkerfi og framkoma við sjómenn í framtíðinni, þá er kominn tími til að láta akkerinn detta, ef sjómönnum sýnist svo eða breyta stefnu.
![]() |
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni ákærður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.12.2020 | 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það væri gaman að velta því fyrir sér hvernig landnámsmenn völdu sér bæjarstæði. Ég ætla að telja það helsta þó það sé ekki vísað í beinar heimildir heldur komið upp í skeggræðum í gegn um tíðina.
Jörðin þurfti að liggja vel við sól, vera grasgefin, vatnsból gott og nóg magn í frosthörkum. Ýmis hlunnindi kostur, gott að geta fylgst með mannaferðum. Veðurfar skipti máli. Held að þeir hafi verið búnir að uppgötva skriðuföll úr fjöllum. Í Vatndælu er getið um skriðu og þar var stúlka að bera út mat fyrir bæjarhrafninn og hann hoppaði alltaf frá henn sem hún botnaði ekkert í en elti hann þangað til hann nam staðar. Þá gaf hún hrafninum ætið. Skömmu síðar hljóp skriða niður hlíðina. Stúlkan bjargaðist Ég man þetta ekki alveg svo gjörla og fer ekki að fletta þessu upp. Þannig bjargaði hrafnin stúlkunni. Utar í dalanum hafa skriður fallið en víðast hvar hafa bæjar og peningshús verið teigð aðeins frá fjöllum. Hjá okkur í þorpum virðist oft vera farið glannalega með það að setj niður hús nálægt brekkum og verður öruggleg farið yfir þann þátt byggingarsögu þeirra með tilliti þessara atburða. En mönnum var vorkunn oft var þröngt um undirlendi og sénsin var tekinn þvert á alla skynsemi. Ekki veit ég hvort Katrín græði eitthvað á þessari bók, því trauðla á ég von á því að þar sé eitthvað rætt um hugsanleg skriðuföll á Seyðisfirði, Enda eru þessi mál í höndum annara en hennar beint.
Ég hef komið á flest krummaskuð á landsbyggðinn á siglinga árum mínum, var svo sem ekkert að velta bæjarstæðinu fyrir mér með tilliti til hættu af skriðuföllum. En í minningunni er víðast hvar saman sagan. Hús voru sett (kýld) of nálægt brekkunni. Oft getur hætta leynst mikið ofar í hlíðum og erfitt að slá því föstu hvar er hætta og hvar er öruggt svæði, því land og jarðvegur er óstöðugt,lækir grafa og skipta um farveg. Jarðvegur á hreyfingu vegna úrkomu og frosts sem sprengir bergsyllur frá aðalfjalli.
Þetta er nauðsynlegt að athuga í botn. Auðvitað væri gott að koma sér upp bæjarhröfnum. Það er nú lítð orði fyrir hann að hafa í fiskiplássum. Allar reglur eru orðnar svo stífari, um mengun, að hvergi er hægt að fá neitt í gogginn. Minna um að skepnur drepist beint í haga, bændur hættir að missa úr hor og tóan hirðir allt dautt fljótt.
Það er erfitt að segja gleðileg jól við Seyðfirðinga nú um stundir en það geri ég samt. Þetta bjargast allt saman, ættarsamfélagið er vonandi nógu sterkt til að mæta þessum áföllum í bráð og lengd, með aðstoð stjórnvalda
Svo eru tryggingar orðna þó það þroskaðar að fé er í sjóðum vonandi ekki búiða að braska með það. Sett voru lög um viðlagatryggingu til að mæta gosinu í Vestmannaeyjum og afleiðingar þess. Reynslan er víða allt frá krumma í Vatnsdal til Vestmannaeyja.
![]() |
Gaf ráðherrum bók um byggingasögu Seyðisfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.12.2020 | 09:53 (breytt kl. 09:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 23. desember 2020
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Bergljót Gunnarsdóttir
-
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
-
Grétar Mar Jónsson
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Jón Páll Jakobsson
-
Jón Ragnar Björnsson
-
Kristján Hilmarsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Lilja Skaftadóttir
-
Sigríður B Svavarsdóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Valdimar Samúelsson
-
au
-
cakedecoideas
-
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
-
Guðjón E. Hreinberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 142
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar