Vonandi komast þeir sem veikst af E.coli bakteriunni út úr þessu með heila heilsu.

Auðvitað eru svona upp á komur áfall. Hvernig sem smitið hefur átt sér stað. Sjálfur var ég þarna fyrir einhverjum tíma og fékk mér ís þarna og er búinn að hafa samband við mína heilsugæslu. Starfmennirnir búsins sögðu að ísinn væri heima unninn en traustur, og gátu svarað því að mjólkin væri gerilsneidd. En þegar lengra var haldið vissu þeir ekki hvort mjólkin hafi verið fitusprengd, þó það sé svo sem ekkert atriði í þessu máli.

Svo fór ég og klappaði einum kálfi, sem var þar með hausinn út úr stíu, hann var rauður með merki í báðum eyrum minnir mig og það voru þarna fleiri kálfar.

Náttúrlega er margt um mannin þarna bæði innlendir og erlendir menn og heilbrigðiskerfið verður að standa þetta af sér og allir að vera rólegir. Allir klappa Þorgeirsbola.

Umgengni var eftir því sem ég tók eftir ágæt.

Þetta leiðir hugan að því að best er að hafa sem fæstar mögulegar smitleiðir, því er vandasamt að framfylgja stefnunni beint frá býli. Svo er sú unga kynslóð sem nú er uppi á Íslandi ef til vill með með minni mótstöðu en sú sem eldri er, sem át allt sem að kjafti kom í gamladaga. Gamalt máltæki segir,, Á misjöfnu þrífast börnin best,,. Og er það orð að sönnu.


mbl.is Telja ekki meiri hættu á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband